Hitnar í kolunum

Ekki gott þegar farið er að veitast að fólki á götum úti. 

Reiði fólks fer hratt vaxandi í landinu, því sífellt fleiri finna fyrir manngerðu kreppunni sem skellur nú yfir með vaxandi þunga.

Daglega fáum við fréttir af skandalmálum. Aðeins blátoppurinn af þeim ísjaka er kominn í ljós.

Þeir sem þykjast vera í björgunarsveitinni (og eru sjálfskipaðir) koma sér  og sínum purkunarlaust fyrir við kjötkatlana, þótt kjötið sé ekki feitt.

Ekkert virðist gert til að koma böndum á sökudólgana. 

Við, börnin okkar og barnabörnin eigum að brosa og borga.

Er einhver alveg hissa á vaxandi ólgu?? 


mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarstaða eða rangstaða?

Mjög undarlegt að stjórnvöld hafi ekki komið þessu máli í farveg, þau hafa talið okkur trú um að þjóðin hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás.

Ekki vantaði kokhreystina, þegar stjórnvöld hrópuðu, við borgum ekki, við borgum ekki.

Kokhreystina vantaði þegar ES löndin öll þvinguðu ríkisstjórnina til að semja um Icesafe.  

Af hverju heyrist ekki orð um að stjórnvöld reyni að láta taka okkur út af lista yfir hryðjuverkaþjóðir? 

Hvaða maðkar eru í mysunni? Hvað er það sem þjóðin hefur ekki fengið að heyra?

Eða er ríkisstjórnin ekki starfi sínu vaxin?

Ég viðurkenni að það er farið að hvarfla mjög sterklega að mér.

Hvað finnst ykkur? 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðgöngum Next og Noa Noa

Þetta er nýja Ísland: 

 

  1. Verslanir settar á hausinn. 
  2. Skuldirnar skildar eftir í bönkunum. Ég, börnin mín og barnabörn ásamt hinum óbreyttu Íslendingunum greiðum skuldirnar.
  3. Fyrri verslunareigandi kaupir skuldlausar verslanirnar og getur byrjað upp á nýtt og lifað hátt, þangað til hann setur aftur á hausinn.
Við erum vanmegnug að takast á við svona siðleysi. Þótt þjóðin sé öskureið er haldið áfram að gera svona hluti fyrir framan nefið á okkur.
 
Tökum höndum saman og sniðgöngum Next og Noa Noa. 

 


Hvaða horfur?

Mér finnst illa horfa. Það er ekki eitt, heldur flest sem stjórnvöld og ýmsir stýrihópar eru að klúðra. 

Örfá dæmi:

 

  •  Fjármálaeftirlitið skipaði 2 menn í skilanefndir bankanna, sem Fjármálaeftirlitið hafði komist að raun um að hefðu brotið gegn bankaleynd og eðlilegum viðskiptaháttum. Þeir láku viðskiptaupplýsingum til samkeppnisaðila.

 

  -Þeir hafa líklega lofað því að gera þetta aldrei aftur. Forstöðumaður FME sagði að   Búnaðarbankinn hefði gert þetta, ekki mennirnir.

 

  • Skilanefnd Glitnis (formaður nefndarinnar er annar þeirra sem braut gegn bankaleynd) fær KPMG endurskoðun til að rannsaka viðskipti gamla Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. KPMG endurskoðar mörg fyrirtæki sem voru með ráðandi hlut í Glitni. -Náin ættartengsl og eflaust fleiri tengsl.
  • Viðskiptaráðherra segist ekkert hafa vitað um starf KPMG fyrir skilanefnd Glitnis. Ef það er svo gæti hvarflað að manni hvort ráðherrann sé að vinna vinnuna sína. 
  • Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað meint hlutabréfakaup Birnu bankastjóra Glitnis. Birna keypti ekki hlutafé fyrir 170 milljónir króna eins og Birna hélt jafnvel um tíma. Fjármálaeftirlitið fann út að Birna hefði misskilið málið.
    -Er einhver ástæða til að treysta því sem Fjármálaeftirlitið hefur fram að færa?
  • Ekki fleiri dæmi. Af nógu er þó að taka.

 

Er þetta siðblinda? Eða bara gömlu góðu aðferðirnar sem hafa reynst þjóðinni svo dæmalaust vel?

Er eitthvað hægt að gera til að koma skikk á þetta þjóðfélag? Alveg farið að hvarfla að mér að það séu jafnvel til önnur lönd sem vel megi búa í.  


mbl.is Ræða við samtök um horfurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvor ræður?

Það er deginum ljósara að Geir er að berjast við að halda Sjálfstæðisflokknum saman. Davíðsdeildin (getur einhver upplýst mig um það hve stór hluti hún er af flokknum, er það e.t.v. Davíð einn?) lætur öllum illum látum í þeirri von að Samfylkingin sprengi stjórnarsamstarfið eða Geir missi stjórn á sér og þá springi Sjálfstæðisflokkurinn í tvo eða fleiri hluta.

Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því hvað Geir hefur verið orðvar um söguskýringar Davíðs, sem augljóslega eru margar hugsaðar til að lítillækka og grafa undan Geir.

Nú er Geir hins vegar farinn að svara Davíð (á sinn hátt) og spurning hvað er að gerast í flokksapparatinu: Held það sé annað tveggja, Geir að ná yfirhöndinni eða flokkurinn að klofna.

Davíð er sennilega orðinn pirraður á því hve fáir dást að honum þessa dagana. Það væri meiriháttar „cup“ hjá honum ná yfirtökunum í Sjálfstæðisflokknum og leiða hann á „rétta“ braut heim í heiðardalinn, þar sem samskipti við umheiminn eru óþörf og krónan er við völd.

Eru Sjálfstæðismenn enn það hræddir við Davíð að þeir samþykktu hann sem foringja á ný? 


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggjum frjálsa fjölmiðlun

Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu. Það dettur inn um bréfalúguna mína kl. 6 á hverjum morgni.

Fréttir bárust af alvarlegum rekstrarerfiðleikum blaðsins, það gat ekki greitt út laun núna um mánaðarmótin. Verið er að vinna að lausn vandans með aðkomu fjárfesta.

Ég fór að hugleiða mína stöðu sem áskrifanda og bloggara hér á mbl.is.

Ég hef keypt Moggann til margra ára. Er ekki frá því að blaðið hafi verið með frjálsasta móti undanfarnar vikur, líklega vegna þess að engin veit hver á það!

Nú mun annað tveggja gerast: Moggin hættir að koma út og blogginu verður lokað, eða fjárfestar eignast blaðið og hver veit hvað þeir gera með blaðið. Verður það frjálst og óháð??

Ríkisútvarpið er að skera harkalega niður og fækka fólki. Varla batnar fjölmiðlun við það.  

Ég hef áhyggjur af frjálsri fjölmiðlun -hún hefur aldrei verið eins mikilvæg og nú. Fullt af fólki tekur nú þátt í umræðunni á blogginu, sem er orðinn einn mikilvægasti vettvangurinn fyrir skoðanaskipti, frjóa umræðu um stöðu og framtíð okkar þjóðar.

Ríkið (=við) verður að tryggja frjáls skoðanaskipti. Þess vegna legg ég til að það setji strax á laggirnar bloggsvæði til að tryggja frjáls og óháð skoðanaskipti, þar sem umræðan verði kraftmikil og góð um það nýja Ísland sem við ætlum að byggja. Bloggsvæðið má alveg vera tengt við ruv.is. Hann er góður og ég held að þjóðin treysti sæmilega á hlutleysi ruv.

Hvað segir ÞÚ um þetta? Láttu heyra í þér.  

 


Hvað finnst þér, Davíð?

-Geir, spurðir þú Davíð hvort þú mættir segja þetta?

-Já, já, hann sagði að það væri svo sniðugt að plata bara smá og svo færi Samfylkingin kanske alveg á límingunum.

-Geir, er ekki ljótt að plata?

Nei, nei, ekki ef Davíð segir það.

-En Geir, berð þú enn fyllsta traust til seðlabankastjóra.

Ja-há, það hefur ekkert breyst, ég ber fyllsta ótta og angist, ég meina stjórnin er hraust. 

 

 


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög eða ólög

Ég er ekki hagfræðingur og enginn gjaldeyrissérfræðingur.

Það er þó hluti af minni barnatrú að frelsi sé gott og nauðsynlegt, en frelsi fylgir ábyrgð.

Ég velti því fyrir mér hvort ríkt hafi ábyrgðarfullt frelsi í gengis- og gjaldeyrismálum.

Við hjónin keyptum okkur bíl fyrir einu ári. Tókum fínt myntkörfulán fyrir 2/3 af kaupverðinu. Svo fór eitthvað að gerast. Nú hefur dæmið snúist þannig við að lánið hefur ríflega tvöfaldast, bíllinn hríðlækkað í verði. Lánið er að verða ÞRISVAR SINNUM HÆRRA EN MARKAÐSVERÐ LITLA BÍLSINS OKKAR. Mér þykir þó enn undurvænt um litla bílinn minn!

Með hliðsjón af þessu litla dæmi og öllu öðru sem á hefur dunið og að teknu tilliti til þess sem á eftir að koma í ljós í bankahruninu mikla, þá held ég það sé bara illskárra að fá þessi lög.

Þó er einn hængur á af minni hálfu. Ég vil ekki að hann Davíð minn sýsli með þau lög uppi í Seðlabanka. 


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða?

Stórskaða hvaða viðskiptalíf? 
mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar: Einfalt mál

Kosningar verða að vera í vor. 

Sunnudagur 17. maí er fínn, laugardagur 16. enn betri ef lög leyfa.

Það á að gefa þetta út í janúar og við notum tímann til að fá fullt af nýju, góðu fólki til að gefa kost á sér í prófkjör hjá öllum flokkum.

Það er liður í því að skapa nýtt Ísland = Annað lýðveldið.

Þetta þýðir að við verðum að láta hendur standa fram úr ermum og byrja strax á að móta okkar þjóðfélag eins og við viljum hafa það.

 

ALLIR MEРSmile  


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband