Hitnar í kolunum

Ekki gott þegar farið er að veitast að fólki á götum úti. 

Reiði fólks fer hratt vaxandi í landinu, því sífellt fleiri finna fyrir manngerðu kreppunni sem skellur nú yfir með vaxandi þunga.

Daglega fáum við fréttir af skandalmálum. Aðeins blátoppurinn af þeim ísjaka er kominn í ljós.

Þeir sem þykjast vera í björgunarsveitinni (og eru sjálfskipaðir) koma sér  og sínum purkunarlaust fyrir við kjötkatlana, þótt kjötið sé ekki feitt.

Ekkert virðist gert til að koma böndum á sökudólgana. 

Við, börnin okkar og barnabörnin eigum að brosa og borga.

Er einhver alveg hissa á vaxandi ólgu?? 


mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin almenni borgari

ÞAð er víst got þegar veist er að mönnum sem eiga það skilið.

Hin almenni borgari, 18.12.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Idda Odds

Þetta er mjög athyglisverð spurning. Að sjálfsögðu er aldrei hægt að réttlæta svona múgæsing. Aftaka án dóms og laga á ekki við í siðmenntuðu réttarríki. En það er önnur hlið á peningnum, nefnilega ábyrgð stjórnvalda. Það hefur verið framinn alvarlegur glæpur gegn landi og þjóð og óbornum Íslendingum. Stjórnvöld hafa gersamlega brugðist í rannsókn þeirra mála. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að reiði fólks brjótist út með þessum hætti. Held að það væru fáir út á götum að kasta eggjum í dag ef mönnum fyndist almennt að þessi mál væru í góðum og réttum farvegi. Ég neita að setjast í dómarasæti yfir Jóni Ásgeiri og grýta hann en ég neita líka að setjast í dómarasæti yfir þeim sem það gjöra. Hins vegar skal ég ekki hika við að dæma þær stofanir þessa lands sem sannarlega bera ábyrgð gagnvart almenningi þ.e.a.s. ríkistjórn, alþingi og lögregluyfirvöld landsins. Þessar stofnanir hafa algerlega brugðist og eru með skítinn upp á bak ef ég má nota svo dónalegt orðalag.

Kv.

Idda

Idda Odds, 18.12.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband