ESB váin

Bókstafstrú og túarofstæki eru hættuleg fyrirbrigði. Hvortveggja þrífst á Íslandi í ýmsum myndum. Ein birtingarmyndin er afstaða sumra einstaklinga og hópa til aðildar að Evrópusambandinu. Þar á meðal eru aðilar innan samtaka bænda sem tala af ofstæki gegn aðild að Evrópusambandinu.

Auðvitað hefur fólk mismunandi skoðanir á Evrópusambandinu og hvort við eigum að vera innan vébanda þess í framtíðinni. Ég velti því fyrir mér hvers vegna samtök bænda eru svo hatrömm gegn aðildarferlinu. Er það ótti við breytingar eða óttast þau að missa völd og áhrif eins og LÍÚ?

Bændasamtökin gerðu bændastéttinni mest gagn með því að fylgjast með aðildarferlinu, hjálpa til við undirbúninginn til þess að ná sem bestu fram í samningi við ESB. Svo er það þjóðin sem ákveður hvað hún vill þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Þessar hugleiðingar eru til komnar vegna góðrar greinar sem Þröstur Haraldsson, fyrrverandi ritstjóri Bændablaðsins ritar í Fréttablaðið og hægt er að nálgast á visir.is 

 

  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband