Hvar eruð þið, unga fólk?

Ég hef enga skoðun á ræðu Katrínar Oddsdóttur, því ég heyrði hana ekki.

En hvar er unga fólkið okkar núna í mestu fjármálakreppu sem nokkru sinni hefur yfir okkur dunið?

Er unga fólkið að skrifa í blöð? -Ég hef ekki séð það. 
Er unga fólkið að mótmæla ástandinu? -Ég hef ekki orðið var við það.
Er unga fólkið að að koma með framtíðarsýn? Ég hef ekki heyrt af því.

Ég heyri ekki hljóð. Hvað eruð þið, fólkið sem erfir landið? 


mbl.is Óánægð með ræðu á heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með bankaleyndina?

RÚV segir:
„Jón Ásgeir Jóhannesson vísar því alfarið á bug að lánaveitingar Glitnis til FL-Group hafi með einhverjum hætti verið óeðlilegar. Hann segir Morgunblaðið fara tómar rangfærslur um lán bankans til Fl-Group og vill að rannsakað verði hvernig gögn sem bankaleynd hvílir yfir komust í hendur blaðsins......“

Fram undir þetta hef ég skilið réttmæti bankaleyndar. Ég held að hún eigi alls ekki við lengur. Sífellt koma upp ný draugamál hjá bönkunum.

Við = þjóðin verðum að fá allan sannleikann upp á borðið.

Neyðarlög hafa verið sett út af minnu!  

 


Ég er kátur

Notalegt að heyra að Þjóðverjar ætla að lána okkur. Nægir peningar fyrir alla.

Ég sem var farinn að óttast að komast ekki með konuna og vinahópinn til Caymaneyja fyrir jólin. Þannig er að ég hafði í hyggju að bjóða svona 70 manna vinahópi með svo ég þyrfti ekki blanda geði við innfædda.

Nú panta ég þotuna og skrepp svo í Kaupþing banka og fæ lánað eins og ég vil með engu veði, því veðin mín eru öll upptekin í augnablikinu.

 

P.s. Það eru líklega 10 laus sæti í rellunni. Fyrstir koma, fyrstir fá frítt flug og uppihald að eigin vali á minn kostnað

- Þegar Kaupþing er búið að bjarga mér um lánið.

 

Góða helgi, vinir mínir. 

 

 


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað kosningar, Geir!

Sá Geir í Kastljósinu.

Eldklár og flinkur maður að mörgu leyti, en skilur þjóð sína stundum illa, eða skilur en vill/eða getur ekki vegna DO. 

  •  Þjóðin verður að fá að gefa nýtt umboð. Hafa menn ekki skilið að við þurfum að byggja upp nýtt og allt öðru vísi þjóðfélag en við höfum nú = kosningar í vor. 
- Breytist eitthvað, ef þeir sem stjórnuðu gamla Íslandi halda áfram og byggja upp nýtt Ísland ??
  •  Það verður að skipta um yfirstjórn í Seðalbankanum, til að skapa traust og trúverðugleika. Ef eitthvað er satt af því sem fram kom í Kastljósinu um samskipti DO og forsetans, þá er nú heilmikið að í kolli þess fyrrnefnda.- Getum við treyst honum fyrir lánunum okkar og Seðalabankanum yfir höfuð?
  • Samfylkingarráðherrarnir Þórunn og Björgvin. Gott hjá ykkur að vilja kosningar. 
  • Samfylkingin verður að taka af skarið: Laga strax til í Seðlabankanum og krefjast kosninga.
  • Stjórnarflokkarnir verða að sjálfsögðu að vinna vel og drengilega saman fram að kosningum. Þjóðin á ekkert annað skilið.
  • Ætlar Alþingi að reyna að humma fram af sér að afnema eftirlaunalögin? Virðist ætla að reyna það, kokgleypum við það eins og flest annað fram að þessu? 

 


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinhissa

Ég verð að viðurkenna að ég skil lítið sem ekkert í þessu Icesave máli.

Trúi ekki lýsingum og skýringum stjórnvalda. 

Hvað með ykkur. Trúið þið því sem okkur er sagt í þessu efni? 

Beittu Bretar hryðjuverkalögunum vegna þess að fleira hangir á spýtunni en við höfum fengið að heyra um? 

Var það út af kjafthætti í lykilmönnum okkar að allt var sett á ís?

Máttum við vita að við fengjum allt alþjóðasamfélagið á móti okkur í þessu máli?

Eigum við einhverja sök í þessu máli, eða er bara verið að níðast á okkur blásaklausum?

Getur einhver upplýst mig -og örugglega miklu fleiri, sem vita ekki lengur í sinn haus? 

 


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo segir af Sjálfstæðisflokki

Ég beið spenntur eftir blaðamannafundi Sjálfstæðismanna í dag. Handviss um stórfréttir, t.d. að tekist hefði að klóna einn af seðalbankastjórunum og klónninn hraðfrystur til síðari nota. Mér fannst það fallegt þegar Þorgerður og Geir birtust í dúnmjúku pluss sófasetti Flokksins.

Nei, ekki enn búið að klóna, en skilaboðin frá Flokknum voru engu að síður merkileg: Landsfundur í janúarlok og Evrópunefnd, sem þó er ekki Evrópunefnd heldur margar nefndir sem eiga að finna lýðræðið og eitt og annað smálegt í leiðinni.

Þetta er ekki alveg það sem þjóðin þarf á að halda núna. Hún þarf skýr skilaboð. Ruglið og bullið sem komið hefur frá stjórnvöldum undanfarnar vikur eru með þvílíkum eindæmum, að ekki er að undra reiði fólks - og vonleysi. Stjórnvöld eru margsaga um flest og fólk steinhætt að trúa því sem sagt er, jafnvel þótt satt sé.

Ég óttast róstursama helgi og vaxandi skálmöld. 

 


Söngkvöld (sing along) á Hellu

Við erum öll reið, döpur og óörugg um eigin framtíð og þjóðarinnar. 

Við hjónin ákváðum því að leggja svolítið jákvætt af mörkum til samfélagsins okkar og létta okkur og öðrum sem vilja vera með okkur lífið um stund:

Við stöndum fyrir söngkvöldi á föstudagskvöldið 14.11. í Íþróttahúsinu á Hellu (var reyndar auglýst í héraðsblaðinu Búkollu í dag að athöfnin færi fram í Reiðhöllinni á Hellu). Það hefst kl. 21. Textum verður varpað á tjald og við höfum fengið gítarsnilling í lið með okkur til að leika undir. 

Við vonumst til að sjá sem flesta. Þurfum að rukka kr. 1.000/mann fyrir kostnaði. 

Sjáumst! Smile


Taktu eitt...Búkolla mín

Taktu eitt hár út höfði mínu og leggðu það á jörðina..

....Legg ég á og mæli um að við fáum svo mikil lán að við getum haldið áfram að lifa eins og okkur listir -og þurfum aldrei að borga þau!

Ef þessi frétt Financial Times er rétt, þá er nú fokið í flest skjól hjá okkur.

Nú þýðir ekki lengur fyrir ríkisstjórnina að segja: „Við vonum að þetta fari nú alveg að koma“ meðan þjóðfélagið er að falla beint á hliðina.  

Svar óskast strax: Já eða nei við þessari frétt.

Ef já, hvað gerum við þá?

 


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes hefur talað - BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!

Kanske segir Hannes satt!?

En ef þetta gerðist, að þrír milljarðar kr. frá almenningshlutafélaginu FL Group hafi verið sendir úr landi til að lána Pálma Haraldssyni er það næsta víst kolólöglegt. Breytir engu þótt fjármunirnir hafi verið sendir til baka vegna þess að endurskoðendur hafi ambrað, þáverandi forstjóri verið fokreiður og stjórnarmenn aðrir en Hannes fúlir.

Ég segi ef þetta var svona, hvers vegna var málið ekki kært af:

a. endurskoðendum?

b. forstjóra?

c. stjórnarmönnum?

Hvers vegna sögðu allir stjórnarmenn af sér, nema Hannes?

Hvers vegna hætti Ragnhildur sem forstjóri með 120 millur í vasanum?  

Agnes. Það þýðir ekkert fyrir þig að vera með hálfkveðnar vísur, eða ertu að verða eins og pólitíkus, eða hvað? Út með´ða!


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VR virðing réttlæti

Þetta eru víst einkunnarorð VR.

visir.is sagði í frétt af stjórnarfundi VR sem haldinn var í kvöld:

„Stjórnin lýsti yfir stuðningi við Gunnar (Pál Pálsson, innskot mitt)en hann bað um nokkra daga til þess að hreinsa sig. Það var einnig ákveðið að það verður trúnaðarráðsfundur í næstu viku, eða eins fljótt og auðið er þar sem þetta verður rætt," segir Stefanía (Magnúsdóttir, formaður VR, innskot mitt) en það var trúnaðarráðsfundur sem mælti með því að Gunnar tæki sæti í stjórn Kaupþings á sínum tíma.

Gunnar: hreinsa sig hvað? er ekki allt í sómanum?

Ég á lífeyrisréttingi í lífeyrissjóði VR, þar sem Gunnar er formaður. Get ég ekki alveg treyst honum til þess að gæta hagsmuna minna í sjóðnum eins og hann gætti hagsmuna æðstu stjórnenda Kaupþings?

Miðað við útskýringar lögfræðinga bendir margt til að ákvörðun stjórnar Kaupþings varði við lög. 

Gunnar, í guðanna bænum hafðu vit á að stíga til baka þar til allt þetta mál hefur fengið viðeigandi afgreiðslu.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband