Tryggjum frjálsa fjölmiðlun

Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu. Það dettur inn um bréfalúguna mína kl. 6 á hverjum morgni.

Fréttir bárust af alvarlegum rekstrarerfiðleikum blaðsins, það gat ekki greitt út laun núna um mánaðarmótin. Verið er að vinna að lausn vandans með aðkomu fjárfesta.

Ég fór að hugleiða mína stöðu sem áskrifanda og bloggara hér á mbl.is.

Ég hef keypt Moggann til margra ára. Er ekki frá því að blaðið hafi verið með frjálsasta móti undanfarnar vikur, líklega vegna þess að engin veit hver á það!

Nú mun annað tveggja gerast: Moggin hættir að koma út og blogginu verður lokað, eða fjárfestar eignast blaðið og hver veit hvað þeir gera með blaðið. Verður það frjálst og óháð??

Ríkisútvarpið er að skera harkalega niður og fækka fólki. Varla batnar fjölmiðlun við það.  

Ég hef áhyggjur af frjálsri fjölmiðlun -hún hefur aldrei verið eins mikilvæg og nú. Fullt af fólki tekur nú þátt í umræðunni á blogginu, sem er orðinn einn mikilvægasti vettvangurinn fyrir skoðanaskipti, frjóa umræðu um stöðu og framtíð okkar þjóðar.

Ríkið (=við) verður að tryggja frjáls skoðanaskipti. Þess vegna legg ég til að það setji strax á laggirnar bloggsvæði til að tryggja frjáls og óháð skoðanaskipti, þar sem umræðan verði kraftmikil og góð um það nýja Ísland sem við ætlum að byggja. Bloggsvæðið má alveg vera tengt við ruv.is. Hann er góður og ég held að þjóðin treysti sæmilega á hlutleysi ruv.

Hvað segir ÞÚ um þetta? Láttu heyra í þér.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þeir segja að netið sé framtíðin, þannig að ég efast um að þeir loki blogginu, enda örugglega ódýrasti miðillinn.

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vonum það besta

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, ég er sammála því að frjáls fjölmiðlun hafi aldrei verið eins mikilvæg og nú, einfaldlega vegna þess að svo margir hafa svo mikið að segja. Það er góð hugmynd að RÚV komi sér upp bloggi, gefi okkur færi á að koma okkar skoðunum á framfæri þar - sem gæti líka verið gott fyrir starfsmenn RÚV (þá sem eftir eru), það yrði vafalaust ágætis "feedback", sem oft er skortur á. En það verður líka að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum, koma í veg fyrir að auðmennirnir nái algjöru tangarhaldi á þeim. Nú má segja að eini frjálsi miðillinn sé RÚV! Og Mogginn er í stórhættu. Samt held ég að honum verði bjargað. En það þarf að lögfesta dreift eignarhald á fjölmiðlum og tryggja ritstjórnarlegt frelsi, sem er m.a. í hættu vegna þess að eigi auðmenn meiri hluta í fyrirtækjunum munu þeir vafalaust beita því, sem hefur gerst, að losa sig við "óæskilega" blaðamenn.

Þakka þér svo fyrir að bjóða mér í þinn blogg-hóp og velkominn í minn!

Þorgrímur Gestsson, 1.12.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband