Hvaða horfur?

Mér finnst illa horfa. Það er ekki eitt, heldur flest sem stjórnvöld og ýmsir stýrihópar eru að klúðra. 

Örfá dæmi:

 

  •  Fjármálaeftirlitið skipaði 2 menn í skilanefndir bankanna, sem Fjármálaeftirlitið hafði komist að raun um að hefðu brotið gegn bankaleynd og eðlilegum viðskiptaháttum. Þeir láku viðskiptaupplýsingum til samkeppnisaðila.

 

  -Þeir hafa líklega lofað því að gera þetta aldrei aftur. Forstöðumaður FME sagði að   Búnaðarbankinn hefði gert þetta, ekki mennirnir.

 

  • Skilanefnd Glitnis (formaður nefndarinnar er annar þeirra sem braut gegn bankaleynd) fær KPMG endurskoðun til að rannsaka viðskipti gamla Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. KPMG endurskoðar mörg fyrirtæki sem voru með ráðandi hlut í Glitni. -Náin ættartengsl og eflaust fleiri tengsl.
  • Viðskiptaráðherra segist ekkert hafa vitað um starf KPMG fyrir skilanefnd Glitnis. Ef það er svo gæti hvarflað að manni hvort ráðherrann sé að vinna vinnuna sína. 
  • Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað meint hlutabréfakaup Birnu bankastjóra Glitnis. Birna keypti ekki hlutafé fyrir 170 milljónir króna eins og Birna hélt jafnvel um tíma. Fjármálaeftirlitið fann út að Birna hefði misskilið málið.
    -Er einhver ástæða til að treysta því sem Fjármálaeftirlitið hefur fram að færa?
  • Ekki fleiri dæmi. Af nógu er þó að taka.

 

Er þetta siðblinda? Eða bara gömlu góðu aðferðirnar sem hafa reynst þjóðinni svo dæmalaust vel?

Er eitthvað hægt að gera til að koma skikk á þetta þjóðfélag? Alveg farið að hvarfla að mér að það séu jafnvel til önnur lönd sem vel megi búa í.  


mbl.is Ræða við samtök um horfurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er gersamlega ólíðandi hvernig menn halda að þeir komist áfram í spillingunni. Eins og Birna bankastjóri Glitnis, þó hún hafi verið hreinsuð af Fjármálaeftirlitinu (því sama og þú nefnir hér) á hún samt að víkja bara vegna vafans!

Það hald allir að bara af því að þetta er ég og ég er svo ómissandi þá er í lagi að skilja siðferðið eftir.

Ég segi nei!!

Vilborg Traustadóttir, 9.12.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er ólíðandi

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband