Sniðgöngum Next og Noa Noa

Þetta er nýja Ísland: 

 

  1. Verslanir settar á hausinn. 
  2. Skuldirnar skildar eftir í bönkunum. Ég, börnin mín og barnabörn ásamt hinum óbreyttu Íslendingunum greiðum skuldirnar.
  3. Fyrri verslunareigandi kaupir skuldlausar verslanirnar og getur byrjað upp á nýtt og lifað hátt, þangað til hann setur aftur á hausinn.
Við erum vanmegnug að takast á við svona siðleysi. Þótt þjóðin sé öskureið er haldið áfram að gera svona hluti fyrir framan nefið á okkur.
 
Tökum höndum saman og sniðgöngum Next og Noa Noa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með.  Drullusokkar go algert svínarí.

hallasigga (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Sama hér. En við megum ekki þagna, halda áfram og áfram og áfram að tuða, aldrei láta þetta lið í friði, gagnrýna hverja hreyfingu þess, hverja gjörð.

Þorgrímur Gestsson, 10.12.2008 kl. 23:19

3 identicon

Ljótt er ef satt er. Sjálf hef ég aldei verslað í þessum búðum. Hitt er annað mál að fleiri dæmi eru að koma upp á yfirborðið þar sem einhverjir úr Gamla Glitni, L.Í og Kaupþing eru enn að redda sínum hlutabréfum, kaupa önnur og koma sínum fyrirtækjum aftur á lappirnar. Fyrir okkar peninga. Mér sýnist stefna í að auðmenn með mikla þekkingu á viðskiptaflækjum séu að skara eld að sinni köku, þrátt fyrir tæplega 3ja mánaða #hreinsunarvinnu# hins opinbera. Hvað er í gangi? Ef allt verður gert gegnsætt eins og ríkisstjórnin lofaði fyrir þó nokkru, hvar er þá gegnsæið, hvernær verður birtu listi fyrir neytendur um fyrirtæki sem við getum sniðgengið? Það voru peningar þjóðarinnar sem voru og eru í húfi, við borgum brúsann og eigum við svo að hjálpa sömu aðilum og komu okkur á hausinn til að byrja nákvæmlega sama leikinn með hlutafélagamatardorpeninga selja/kaupa sín á milli og sama vitleysan heldu áfram. Ég vil fá svona lista sem fyrst.

Nína S (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Sammála Jón Ragnar þetta ER ALGJÖRLEGA SIÐLAUST ég reyndar bloggaði um þetta í gær.  En það erum við sem segjum  hingað og ekki lengra

Gylfi Björgvinsson, 10.12.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 00:19

6 identicon

Hef aldrei komið í þessar búðir og mun aldrei gera.

(IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:20

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Reyndar aldrei komið í þessar búðir en þett er alveg ótrúleg afgreiðsla. Á almenningur von á svona fyrirgreiðslu ú bönkunum? Láta þá hirða húsin sín og fá þau svo aftur fyirir slikk? Skuldirnar horfnar.

Víðir Benediktsson, 11.12.2008 kl. 06:57

8 identicon

Sæll Jón Ragnar.

Ég Þekki ekki fyrirtækin til að versla við,en er fullkomnlega sammála þér.

Höldum Vökunni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 07:31

9 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Fyrir mig er ekki vandamál að sniðganga þessar verslanir, þar sem ég bý erlendis. Þar fyrir utan hef ég aldrei stigið fæti inn í verslanirnar og mun ekki gera.

Þetta er alveg með ólíkindum, hvernig sumir virðast geta spilað á kerfið og bankana, og komist upp með það. Heiðarleiki og gagnsæi í viðskiptum er ekki það sem manni kemur fyrst til hugar þegar maður les fréttirnar. Þetta á ekki bara við þetta eina fyrirtæki, heldur mörg fleiri.

Steinmar Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 08:46

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er hjartanlega sammála þér Jón Ragnar - er að hugsa um að setja tengil á þessa færslu þína.

Kær kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.12.2008 kl. 10:48

11 identicon

er þér sammála, ætla að hundsa hvorutveggja. Norskar húsmæður hafa staðið saman í gegnum árin og hundsað bæði hina og þessa með góðum árangri, ég legg til að við förum að dæmi þeirra. Endilega finndu fleiri handa okkur til að hudnsa.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:03

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Veit ekki hvaða búðir þetta eru, aldrei komið í þær, en er sammála þér að svona kennitöluflakk er til skammar.

Haraldur Bjarnason, 13.12.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband