Lög eða ólög

Ég er ekki hagfræðingur og enginn gjaldeyrissérfræðingur.

Það er þó hluti af minni barnatrú að frelsi sé gott og nauðsynlegt, en frelsi fylgir ábyrgð.

Ég velti því fyrir mér hvort ríkt hafi ábyrgðarfullt frelsi í gengis- og gjaldeyrismálum.

Við hjónin keyptum okkur bíl fyrir einu ári. Tókum fínt myntkörfulán fyrir 2/3 af kaupverðinu. Svo fór eitthvað að gerast. Nú hefur dæmið snúist þannig við að lánið hefur ríflega tvöfaldast, bíllinn hríðlækkað í verði. Lánið er að verða ÞRISVAR SINNUM HÆRRA EN MARKAÐSVERÐ LITLA BÍLSINS OKKAR. Mér þykir þó enn undurvænt um litla bílinn minn!

Með hliðsjón af þessu litla dæmi og öllu öðru sem á hefur dunið og að teknu tilliti til þess sem á eftir að koma í ljós í bankahruninu mikla, þá held ég það sé bara illskárra að fá þessi lög.

Þó er einn hængur á af minni hálfu. Ég vil ekki að hann Davíð minn sýsli með þau lög uppi í Seðlabanka. 


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Bíladæmið þitt er bara sorgleg staðreynd sem vitnar um að þeir sem höfðu fjármagn og frelsi til að gera hvað þeir vildu við það komu þjóð sinni í meiri erfiðleika en nokkur gat látið sig dreyma um.

Við skulum vona heitt og innilega að Davíð komi ekki klónum í þetta nýju lög. Við þurfum að fara taka upp mottó spekingsins sem sagð "að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði."

Við getum haft það svona.  Að lokum legg ég til að Davíð verði fleygt út úr seðlabankanaum.

Dunni, 28.11.2008 kl. 06:51

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mæltu heilastur Jón. Ég keypti mér lítinn Súzúki í fyrravetur þegar bensínið fór upp. Keypti hann á svona láni eins og þú og það hefur ríflega tvöfaldast nú. Sem betur fer skulda ég lítið í íbúðarlánum.

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Einmitt! Frelsi fylgir ábyrgð! Hvar er sú ábyrgð nú? Enginn sér hana hjá sér og allir eru í "björgunarsveitinni" eftir að hafa sjálfir hrint okkur ofan í "brimskaflinn"!!!

Vilborg Traustadóttir, 28.11.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband