Réttarstaða eða rangstaða?

Mjög undarlegt að stjórnvöld hafi ekki komið þessu máli í farveg, þau hafa talið okkur trú um að þjóðin hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás.

Ekki vantaði kokhreystina, þegar stjórnvöld hrópuðu, við borgum ekki, við borgum ekki.

Kokhreystina vantaði þegar ES löndin öll þvinguðu ríkisstjórnina til að semja um Icesafe.  

Af hverju heyrist ekki orð um að stjórnvöld reyni að láta taka okkur út af lista yfir hryðjuverkaþjóðir? 

Hvaða maðkar eru í mysunni? Hvað er það sem þjóðin hefur ekki fengið að heyra?

Eða er ríkisstjórnin ekki starfi sínu vaxin?

Ég viðurkenni að það er farið að hvarfla mjög sterklega að mér.

Hvað finnst ykkur? 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Það þarf að troða einhverju sterku upp í afturendann á þessari ríkisstjórn. Pipar eða jafnvel dínamíti.

Þetta lið er steinsofandi og gerir sér enga grein fyrir eigin getuleysi.

kop, 13.12.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta nauðungarsamband, ESB  er hreinlega búið að sýna að það er ekkert fyrir okkur.  Það er ljóst að þjóðin verður að vakna upp af Þyrnirósarsvefni sínum. Burt með ríkisstjórn, þingmenn, bankayfirvöld og bankaráð.  Það næst aldrei sátt í samfélaginu á meðan þetta lið situr að kétkötlunum....

Baldur Gautur Baldursson, 13.12.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Dunni

Með þessa ríkisstjórn við völd höldum við varla sj´lfstæinu mikið lengur. Ef það er ekki þegar af okkur tekið???

Dunni, 13.12.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ríkisstjórnin er upptekin við að þagga niður í DO með því að láta hann sitja svo hann komi ekki fram með óþægilegar upplýsingar um tenggsl ráðherra og þingmanna beint í hagsmunagæslu í bankahruninu. Þ.e. verið er að afskrifa skuldir og ómerkja myntkörfulán þeirra og þess vegna er ekkert að gerast í málefnum þjóðarinnar. Nema það að þjóðin BORGAR!

Árni Matt meinti það örugglega í samtalinu við Darling þegar hann sagði "við leysum fyrst úr okkar vanda og síðan förum við að huga að ykkar vanda".

Þetta á við um gagnvart þjóðinni líka.

Burt með þetta lið!

Vilborg Traustadóttir, 13.12.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sa samt ekki fréttina sem átti að vera linkuð við færsluna?

Vilborg Traustadóttir, 13.12.2008 kl. 20:57

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég hef aldrei verið í vafa með þessa stjórn. Handónýt frá upphafi.

Víðir Benediktsson, 13.12.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband