23.10.2008 | 22:56
Rassárir af þaulsetum
Bretar ætla greinilega ekki að gefa eina einustu tommu eftir.
Ekki nokkur leið fyrir meðal-Jónin eins og mig að botna í þessu, enda fáum við litlar sem engar upplýsingar.
Hitt er víst að þjóðin er á suðupunkti og ég óttast að ekki þurfi mikið til að allt verði fari á annan endann.
Eru ógöngurnar sem við erum í slíkar, að við eigum okkur ekki viðreisnar von?
Vonandi ekki, en ágætu landsfeður: Það gengur ekki lengur að láta okkur ekki fylgjast með. Út úr þokunni með ykkur, annars verður allt snarvitlaust.
![]() |
Viðræðum við Breta lokið í bili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 07:20
Neyðarblys frá Íslandi?
Heklugos núna: Neyðarblys frá þjóðinni?
Bara smá bull í morgunsárið!
![]() |
Hekla getur gosið hvenær sem er |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 23:18
Lánum honum fyrir mat
Við erum alveg að fá góðan pening frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og getum því lánað honum ef hann hefur ekki fyrir mat.
Ég vil ekki að hann farist úr hungri þótt ég vilji hann ekki sem forseta!
![]() |
McCain biðlar til Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 17:42
Stjórnin að springa?
Greinilega eitthvað mjög erfitt hjá stjórninni. Líklega ekki samhljómur um hvað á að gera.
Stjórnin gæti verið að springa. Það væri hið versta mál við þessar aðstæður.
Vonum að þeim takist að taka sameiginlega á!
![]() |
Ráðherrar funda á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 10:42
Gjaldþrota þjóð? Nei, nei.
- Við vitum ekki enn hver skuldastaða þjóðarinnar er.
- Sama hvað á gengur. Við skulum standa við allar okkar skuldbindingar á alþjóða vettvangi, verðum eflaust að fá til þess stór lán, ef þau á annað borð eru fáanleg.
- Þurfum örugglega að taka upp annan (og heilbrigðari) lífsstíl til að standa við okkar skuldbindingar.
- Við þurfum að hreinsa til eins fljótt og kostur er til að senda óreiðuna ekki til næstu kynslóða.
- Förum ekki út í einhverja vitleysu í paník. -Við skulum ekki selja burt verðmæti landsins.
- Útrásarmennina heim: Komið með 80% af eigum ykkar og leggið í þjóðarbúið. Hitt megið þið eiga og geyma á Cyman eyjum eða hvar sem er, í skútum, þyrlum eða 100 herbergja íbúðum.
- Stjórnmálamenn: Lendið mjúkri lendingu og afnemið STRAX eftirlaunalögin (Þau voru ykkar útrás).
- Göngum í Evrópusambandið. (Kem ekki auga á önnur nothæf sambönd, nema kanske breska heimsveldið, eða þannig). Málið er einfalt: Við getum ekki verið ein að róa á smá bátskel úti í hafsauga. Það hefur berlega komið í ljós síðustu vikur.
- Verum glöð og bjartsýn. Lífið er frábær gjöf. Það eru forréttingi að vera Íslendingur - glötum þeim ekki.
17.10.2008 | 22:08
Hvað ef engin lán?
Ekki víst að Rússar telji sig geta lánað okkur. Við erum að biðja um 1% af gjaldeyrisforða þeirra, er það ekki?
Hvað gerist, ef við fáum hvergi lán?
Alla vega skrítið hve langan tíma það tekur að fá lánamálin okkar á hreint.
![]() |
Rússar vilja meiri upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 17:59
Nú er ég feginn
Góð frétt fyrir mig.
Ég var að koma mér upp árabáti til að geta flúið land, en get ekki verið þekktur fyrir að sigla á ómerkilegri skel. Var einmitt að leita að hönnuði sem gæti hannað fyrir mig árar, þóftu o.þ.h. Nú veit ég hvert ég á að snúa mér. Ég mun ekki leggja árar í bát.
Takk.
![]() |
Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 22:57
Af hverju var þetta ekki sagt 26.sept???
Úr yfirlýsingu Seðlabankans í dag:
...Í byrjun október leitaði Seðlabankinn á ný til Seðlabanka Bandaríkjanna og óskaði eftir gjaldeyrisskiptasamningi. Áhersla var lögð á mikilvægi þess frá sjónarhóli Seðlabankans að seðlabanki á borð við þann bandaríska gerði samning við Seðlabanka Íslands. Það myndi styrkja mjög erlenda stöðu bankans og hafa mjög góð áhrif á markaði. Í því samhengi skipti fjárhæðin ekki höfuðmáli. Beiðni Seðlabankans var tekin til gaumgæfilegrar athugunar og rædd á æðstu stöðum. Á endanum var svarið hið sama og fyrr á árinu, fjármálakerfið á Íslandi væri svo stórt í hlutfalli við þjóðarbúið að skiptasamningur yrði að vera stærri en svo að bandaríski seðlabankinn sæi sér fært að standa að gerð hans.
Frétt frá Seðlabanka 26. september 2008:
Gjaldmiðlaskiptasamningar
Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Seðlabanki Bandaríkjanna gert tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga við fjóra seðlabanka til þess að leysa úr bráðaþörf fyrir Bandaríkjadali sem upp kom í viðkomandi löndum. Samningar þessir eru annars eðlis en þeir sem Seðlabanki Íslands gerði við þrjá norræna seðlabanka í maí sl.
Seðlabanki Íslands hefur átt viðræður við Seðlabanka Bandaríkjanna á undanförnum vikum. Ekki voru taldar ástæður eða efni til þess að gera á þessu stigi saming við Seðlabanka Íslands. Alls ekki væri þó útilokað að slíkur samningur yrði gerður síðar ef aðstæður gefa tilefni til.
Að hvaða leyti eru samningar þessir annars eðlis??
![]() |
Seðlabanki: Margt sagt sem ekki á við rök að styðjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 08:11
Hvað næst?
Mér kemur ekki á óvart að Kaupþing færi á hliðina miðað við atburðarásina síðustu daga.
Bankarnir voru ekki gjaldþrota skv. öllum fréttum. En hvað þá?
Jú, það virðast ekki vera hagfræðilögmálin sem gilda heldur kjaftháttur.
Fyrirtæki eru kjöftuð niður alveg eins og þau voru áður kjöftuð upp. -Og hvað ráðamenn sögðu eða sögðu ekki?
Mikið svakalega þurfum við að taka til í okkar þjóðfélagi þegar við förum að byggja það upp aftur -og okkur mun takast það.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 23:24
Dapurleg örlög
Ekki skemmtilegt að svona fór með bankana tvo. Skrimtir Kaupþing meira en viku? Hvað með sparisjóðina?
Skil vel að stóreigendur Glitnis hengi haus, en
EKKI vera að rífa kjaft. Það hjálpar ekkert. Þetta er ekki bankarán. Það er verið að hafa vit fyrir ykkur og koma í veg fyrir að fólkið í landinu rúlli með ykkur.
![]() |
FME tekur Glitni yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |