Hvað ef engin lán?

Ekki víst að Rússar telji sig geta lánað okkur. Við erum að biðja um 1% af gjaldeyrisforða þeirra, er það ekki?

Hvað gerist, ef við fáum hvergi lán?

Alla vega skrítið hve langan tíma það tekur að fá lánamálin okkar á hreint.


mbl.is Rússar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Hæ pabbi minn og velkominn í blogheima - var að lesa þessa frétt og sá þig þarna til hlitar að ibbba þig eh um lánið. Ef við fáum ekki lánið þá eigum við allavega slátur og hjólhýsi ;  ) hehe

Æ vildi bara koma með smá humor

Sigríður Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Hæ stelpa!

Ekki málið! við getum auðvitað lánað fólkinu í landinu dálítið slátur.

Jón Ragnar Björnsson, 17.10.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Jón það er alveg ljóst ef við fáum hvergi lán þá er bara að spíta í lófana og taka á hlutunum, þá vildi ég byrja á því að færa kvótann aftur í hendur þjóðarinnar, auka aflaheimildir, fullvinna aflann í landi til að flytja megi út verðmætari vöru og fá meiri gjaldeyri ásamt því að skjóta upp 2stk álverum svona til að fá innspítingu í atvinnulífið ( er þetta ekki einfalt í grófum dráttum?)

Pétur Steinn Sigurðsson, 17.10.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Jú sáraeinfalt Pétur! Auðvitað spýtum við í lófana og tökum á. við kunnum það alveg. Ég er sammála þér með kvótann og veiðarnar.

Við getum aukið landbúnaðinn verulega og bygg upp ótal margt fleira.

Ég vil ekki fleiri álver. Við þurfum fleiri egg í körfuna. Álverð hefur lækkað um 37% frá því í sumar. Það getur sveiflast eins og hlutabréfasneplarnir!

Jón Ragnar Björnsson, 17.10.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband