Af hverju var þetta ekki sagt 26.sept???

Úr yfirlýsingu Seðlabankans í dag:
„...Í byrjun október leitaði Seðlabankinn á ný til Seðlabanka Bandaríkjanna og óskaði eftir gjaldeyrisskiptasamningi. Áhersla var lögð á mikilvægi þess frá sjónarhóli Seðlabankans að seðlabanki á borð við þann bandaríska gerði samning við Seðlabanka Íslands. Það myndi styrkja mjög erlenda stöðu bankans og hafa mjög góð áhrif á markaði. Í því samhengi skipti fjárhæðin ekki höfuðmáli. Beiðni Seðlabankans var tekin til gaumgæfilegrar athugunar og rædd á æðstu stöðum. Á endanum var svarið hið sama og fyrr á árinu, fjármálakerfið á Íslandi væri svo stórt í hlutfalli við þjóðarbúið að skiptasamningur yrði að vera stærri en svo að bandaríski seðlabankinn sæi sér fært að standa að gerð hans.“

Frétt frá Seðlabanka 26. september 2008:

„Gjaldmiðlaskiptasamningar
Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Seðlabanki Bandaríkjanna gert tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga við fjóra seðlabanka til þess að leysa úr bráðaþörf fyrir Bandaríkjadali sem upp kom í viðkomandi löndum. Samningar þessir eru annars eðlis en þeir sem Seðlabanki Íslands gerði við þrjá norræna seðlabanka í maí sl.

Seðlabanki Íslands hefur átt viðræður við Seðlabanka Bandaríkjanna á undanförnum vikum. Ekki voru taldar ástæður eða efni til þess að gera á þessu stigi saming við Seðlabanka Íslands. Alls ekki væri þó útilokað að slíkur samningur yrði gerður síðar ef aðstæður gefa tilefni til.“

Að hvaða leyti eru „samningar þessir annars eðlis“??


mbl.is Seðlabanki: Margt sagt sem ekki á við rök að styðjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband