Þýða á íslensku

Verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa yfirlýsingu. Getur einhver þýtt hana á mannamál fyrir mig:

Tekið orðrétt úr fréttinni: Stjórn Kaupþings banka ákvað á fundi sínum þann 25. september síðastliðinn að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa í Kaupþingi banka. 

Á þeim tíma var verðmæti hinna veðsettu hlutabréfa meira en fjárhæð eftirstöðva skulda. „Vegna fallandi hlutabréfaverðs og aukins fjármagnskostnaðar var það mat stjórnar að einkum væri um tvær leiðir að velja. Annað hvort að starfsmenn seldu hlutabréf sín og greiddu þannig upp lánin eða að bankinn felldi niður það sem eftir stæði af ábyrgð starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa í bankanum.Það var mat stjórnar að hefðu lykilstarfsmenn bankans hafið stórfellda sölu á hlutabréfum sínum í bankanum hefði það, í ljósi viðkvæms ástands á fjármálamörkuðum, skaðað mjög stöðu bankans. Þann 25. september, þegar ákvörðunin var tekin var staða Kaupþings banka góð og sú atburðarás sem fylgdi í kjölfarið ekki fyrirséð," að því er segir í yfirlýsingu.

Engin lán stjórnenda afskrifuð
Vegna umfjöllunar fjölmiðla síðustu daga í tengslum við lánamál starfsmanna Kaupþings banka er rétt að það komi fram að engin lán hafa verið afskrifuð á stjórnendur Kaupþings banka. „Á aðalfundi félagins 2004 var samþykkt að kaup- og söluréttir gætu á hverjum tíma numið allt að 9% af útgefnu hlutafé í bankanum. Með sölurétti voru starfsmenn tryggðir fyrir því að ekki reyndi á persónulega ábyrgð þeirra fyrir skuldinni.Á árinu 2005 óskaði stjórn bankans eftir því að starfsmenn féllu frá sölurétti á hlutabréfum í bankanum. Stjórnin tók jafnframt þá ákvörðun í að gera ráðstafanir til þess að draga úr persónulegri áhættu starfsmanna af lántökum vegna hlutabréfakaupa í bankanum við niðurfellingu söluréttar, enda litið svo á að hagsmunir bankans og starfsmanna fælust í því að takmarka slíka áhættu. Á árinu 2005 var starfsmönnum óheimilt að draga úr áhættu sinni með því að stofna félög utan um kaup á hlutabréfum í bankanum, þar sem slíkt var að mati Fjármálaeftirlitsins talið andstætt gagnsæi á fjármálamarkaði. Þegar persónuleg ábyrgð starfsmanna var takmörkuð var tryggingarstaða bankans í undirliggjandi hlutabréfum afar sterk vegna mikillar verðhækkunar hlutabréfanna. Flestir þessara starfsmanna höfðu keypt hlutabréf í bankanum við skráningu hans og höfðu þau hækkað verulega," samkvæmt yfirlýsingu frá fyrri stjórn Kaupþings.


mbl.is Persónulegar ábyrgðir starfsmanna felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÖKUR ERU GÓÐAR

Hvað sagði Marie Antoinette ekki réttilega, þegar henni var sagt að almenningur í Frakklandi ætti ekki fyrir brauði:

LÁTIÐ ÞÁ BORÐA KÖKUR


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óspilltasta þjóðfélagið

Við höfum lengi getað státað af:

 

  1. Óspilltustu náttúrunni.
  2. Óspilltasta þjóðfélaginu.
  3. Gáfaðasta fólkinu
  4. Ein ríkasta þjóðin í heimi 
Ég var farinn að halda að við værum orðin skuldugasta þjóðin. Er með hliðsjón af paragraf 3 afskrifum við bara skuldirnar víðsvegar um heiminn og uppfyllum því aftur paragraff 4.

 

 

 


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtíu milljarðar

Ef ég væri erlend ríkisstjórn eða seðlabanki (þá er ég ekki að tala um þjóðarstoltið okkar, Seðlabankann með stóru essi)þá myndi ég hugsa mig vel og vandlega um áður en ég lánaði Íslandi svo mikið sem eina einustu krónu!

Það er ekkert mál að láta 50 milljarða hverfa bara hókus pókus.

Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.


150.000 á hvern Íslending

Fréttamiðlarnir sögðu í kvöld frá 50 milljarða króna niðurfellingu skulda æðstu stjórnenda gamla Kaupþings.

Nú liggur ekki fyrir, hve marga menn er um að ræða.

-Þeir eru alla vega sérréttindahópur. Sleppa við að greiða skuldir sínar með því að velta því yfir á alla aðra Íslendinga.

Við þetta hækka mínar skuldir um 150 þús. kr. Barnabarn mitt fæddist fyrir viku, skuldlaust að því er ég best veit. Nú skuldar það líka 150 þús. kr. eins og afi og allir hinir.


Niðurfelldar kröfur

Ég er með húsnæðislán hjá gamla Kaupþingi. Mjög er ég kátur með það, því ég þarf líklega aldrei að borga það, frekar en ýmsir háttsettir stjórnendur sem fengu niðurfelldar stórar summur hjá Kaupþingi.

Rúv var rétt í þessu að segja frá því að stjórn Kaupþings hafi samþykkt í september (bankahrunið var í október) að fella niður skuldir ýmissa hátt settra stjórnenda sinna.

Ég segi nú eins og einhver nýlega: Nú fer ég og æli.

Eru engin takmörk fyrir sóðaskapnum í öllu þessu hruni? Eða er RÚV að ljúga??

VIÐ GETUM EKKI LENGUR LÁTIÐ FARA MEÐ OKKUR EINS OG HÁLFVITA.
VIÐ GETUM HAFT MIKIL ÁHRIF MEÐ ÞVÍ AÐ BLOGGA UM OKKAR SKOÐANIR.
VERTU MEÐ, ÞAÐ ER ÞJÓÐFÉLAGSLEG SKYLDA.


mbl.is FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra ríkisstjórn

  1. Hvað skuldum við Bretum mikið?
  2. Hvað skuldum við öðrum mikið?
  3. Hvenær eigum við að greiða?
Það er gott að fá að vita það svo ég og allir hinir verkamennirnir í víngarði þínum, kæra ríkisstjórn, geti farið í bankann, tekið út og sent þér það sem þú þarft.
 
Kær kveðja frá okkur öllum þegnum þínum.
 
P.s. Rétt búinn að gleyma: Hvað skuldum við þér mikið, kæra ríkisstjórn, vegna eftirlaunalaganna? Ég bæti því við og sendi ykkur með hinum peningunum. 

mbl.is Efnahagur myndi hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blik - ljósmyndaklúbbur Suðurlands

Ég skrapp á fund á Selfossi í nýjum ljósmyndaklúbbi, sem við Sunnlendingar stofnuðum s.l. vor. Hittumst yfir kaffibolla, skoðum ljósmyndir hvors annars, lofum þær eða löstum. -Lofum aðallega. Skemmtilegt fólk og margir fantagóðir ljósmyndarar.

Ég var einmitt að hugsa á leiðinni hve nauðsynlegt það er fyrir alla að hafa áhugamál og hugaðrefni og geta sinnt þeim. Mjög áríðandi við þessar aðstæður sem við erum nú komin í að gleyma ekki sjálfum sér.

Þótt nú hafi harðnað á dalnum, flestir Íslendingar daprir, niðurdregnir og öskureiðir, þá megum við ekki gleyma að lifa. Upp með „húmörið“ og njótum þess að vera til, þótt móti blási.

Við eigum auðvitað ekki að slá hlutunum upp í kæruleysi. Verðum að halda áfram að krefjast þess að ríkisstjórnin vinni sína vinnu. Hún á margt ógert nú sem hún virðist ekki þora að taka á. Við verðum að horfa til framtíðar á sama tíma og við vinnum hörðum höndum að því að byggja þjóðfélagið upp og það má hvergi slaka á í því uppgjöri sem framundan er hjá þjóðinni.


Þorgerður, þú ert flott!

Gott hjá þér Þorgerður. Þú þorir að hafa sjálfstæða skoðun.

Alveg sama hvað hver segir og tönnlast endalaust á að það sé ekki tímabært: Þjóðin verður að ræða þessi mál og það núna. -Og taka afstöðu.

Við hlustum ekki lengur á steinaldarmennina í þessum flokki!

Gangi þér vel að fá fólk til fylgis við þig í þínum flokki.

P.S: NÚ SKIPTIR MIKLU AÐ ÞJÓÐIN LÁTI Í SÉR HEYRA. BLOGGIÐ ER GÓÐUR VETTVANGUR TIL AÐ KOMA SKOÐUNUM SÍNUM Á FRAMFÆRI. VERTU MEÐ!


mbl.is Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga sjálfur?

Af hverju reiddi Björgólfur ekki sjálfur fram það fé sem þurfti?

Hef ég misskilið eitthvað?

Er hann ekki sæmilega efnaður???


mbl.is Seðlabanki andmælir Björgólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband