Hvar eruð þið, unga fólk?

Ég hef enga skoðun á ræðu Katrínar Oddsdóttur, því ég heyrði hana ekki.

En hvar er unga fólkið okkar núna í mestu fjármálakreppu sem nokkru sinni hefur yfir okkur dunið?

Er unga fólkið að skrifa í blöð? -Ég hef ekki séð það. 
Er unga fólkið að mótmæla ástandinu? -Ég hef ekki orðið var við það.
Er unga fólkið að að koma með framtíðarsýn? Ég hef ekki heyrt af því.

Ég heyri ekki hljóð. Hvað eruð þið, fólkið sem erfir landið? 


mbl.is Óánægð með ræðu á heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáðu eftirfarandi slóð að neðan... er næstum því enn ung (31). Kannski ekki 100% sammála öllu en finnst þetta hljóma mikið betur en það ,,kerfi" sem við búum við.

http://www.youtube.com/watch?v=0kHhc67GopM

Fríða (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:36

2 identicon

Spámaður:  Annað hljóð í STROKKINN!

kjellingin (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:11

3 identicon

Tja, ég er nú tiltölulega ungur, 24 ára gamall, og nú á mánudag birtist grein eftir mig í morgunblaðinu. Þar fyrir utan hef ég tekið þátt í öllum mótmælum sem krefjast afsagnar seðlabankastjórnar og ríkisstjórnar og að kosningar verði boðaðar síðan bankahrunið átti sér stað.

Þess utan voru tveir af ræðumönnum síðasta laugardagsfunds ungt fólk, á mínum aldri.

Margir af yngri kynslóðinni hafa tjáð sig mikið um ástandið í þjóðfélaginu í netheimum, þá mestmegnis í gegnum blogg.

Ef þú hefur ekkert orðið var við það að unga fólkið mótmæli ástandinu þá held ég að þú þurfir annaðhvort að fara meira út eða  taka hreinlega betur eftir.

Hvað varðar framtíðarsýn þá er ég stappfullur af hugmyndum sem ég tel að gætu bætt þjóðfélagið. Ég skal láta nokkrar fylgja hér að neðan:

Koma á raunverulegum aðskilnaði milli framkvæmdar- og löggjafarvalds. Þetta mætti gera til að mynda með því að  kjósa forsætisráðherra beint og ég held að það sé mikilvægt að þá gæti hann einungis ráðið menn í hin ráðuneytin sem uppfylla menntunar- og hæfniskröfur. Ráðherrar myndu sitja á þingi, en ekki hafa atkvæði þar. Þetta myndi skerpa á aðskilnaði framkvæmdar- og löggjafarvalds. Í raun væri líka best ef forsætisráðherra mætti ekki vera meðlimur í neinum flokk.

Í öðru lagi tel ég mikilvægt að afnema kvótakerfið sem allra fyrst og í stað þess myndu skip leigja kvóta frá ríkinu og greiða í auðlindasjóð.

Í þriðja lagi þarf að breyta kosningalögum, að breyta landinu öllu í eitt kjördæmi og að allir flokkar hafi alltaf opið prófkjör. Þá er sérlega mikilvægt að allir flokkar hafi opið bókhald, sem VG gerðireyndar við síðustu kosningar.

Þetta eru bara fáeinar hugmyndir sem ég hef og mjög margir af "unga fólkinu" hafa einnig sterkar og miklar skoðanir á því hvernig framtíð Íslands ætti að vera.

Kjartan Yngvi Björnsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:22

4 identicon

Frábærar hugmyndir !

Þær myndu klárlega gera þjóðina stolta og rýma burt spillingu.

Ef fólk skoðar ekki alvöru breytingar í næstu kosningum þá er landið endanlega glatað í faðm flokksafla Sjálfstæðisflokks og spillingarliðs sem þeir sköpuðu.

Már (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Takk fyrir athugasemdirnar.

Kjartan. Þetta eru mikið fínar hugmyndir hjá þér. Það þarf að breyta svo ótal mörgu í okkar þjóðfélagi. Við þurfum öll að leggjast á árarnar til að breytingar verði.- Annars fer allt smám saman í sama horfið.

Hér eru örfáir punktar. Bið fólk að koma með fleiri, því orð eru til alls fyrst:

Nýtt fólk í flokkana

Fækka þingmönnum um ca. helming

Þjóðaratkvæðagreiðslur um öll mikilvæg mál

Sækja um aðild að EES og taka upp evru

Lífið er pólitik - við þurfum öll að taka þátt í að móta samfélagið í gegnum stjórnmálaflokka, annars taka önnur öfl við stjórninni (peningaöfl eins og við þekkjum í gegn um alla okkar sögu).

og........

Jón Ragnar Björnsson, 27.11.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband