Burt með bankaleyndina?

RÚV segir:
„Jón Ásgeir Jóhannesson vísar því alfarið á bug að lánaveitingar Glitnis til FL-Group hafi með einhverjum hætti verið óeðlilegar. Hann segir Morgunblaðið fara tómar rangfærslur um lán bankans til Fl-Group og vill að rannsakað verði hvernig gögn sem bankaleynd hvílir yfir komust í hendur blaðsins......“

Fram undir þetta hef ég skilið réttmæti bankaleyndar. Ég held að hún eigi alls ekki við lengur. Sífellt koma upp ný draugamál hjá bönkunum.

Við = þjóðin verðum að fá allan sannleikann upp á borðið.

Neyðarlög hafa verið sett út af minnu!  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Takk!

Gaman að heyra með myndirnar. Þetta var einmitt ætlunin!

Jón Ragnar Björnsson, 23.11.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góður punktur nafni.  Tímabundið afnám bankaleyndar þarf ekki að vera almenn, heldur bundin við heimildir til rannsóknaraðila gagnvart ákveðnum mönnum og stofnunum, sem grunaðir eru um græsku. Hana þarf að afmarka við þá aðila eina, enda er varla hægt að hugsa sér stórfelldari glæpi.

Annars með þessar fallegu myndir, sem þú bentir á. Er það Borgarfjörður eystri eða vestri?  Ég á ættir mínar að rekja í þann vestri. Á Gilsbakka. Er kenndur við þá ætt.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Takk nafni.

Borgarfjörður með stóru B (vestri. Sá eystri er líka frábærlega fallegur).

Kannast við Magnús á Gilsbakka.

Jón Ragnar Björnsson, 23.11.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þekki lítið til þarna núna en hef komið þangað á ættarmót. Jón Hjörtsson langa langaafi minn var prestur þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Afhverju var talað um það í Lúxemborg að við hrun banka félli niður bankaleynd.  Þess vega væri hægt að sjá hverjir hefðu þaðan lagt fé á reikniga í Karabíska hafinu? 

Annars er ég sammála hér verður allt að koma upp á borðið

Hólmdís Hjartardóttir, 24.11.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála, það á ekki við að bregða fyrir sig bankaleynd þegar verið er að sukka með loftbólur Jóns Ásgeirs og félaga.

Vilborg Traustadóttir, 26.11.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband