Söngkvöld (sing along) á Hellu

Við erum öll reið, döpur og óörugg um eigin framtíð og þjóðarinnar. 

Við hjónin ákváðum því að leggja svolítið jákvætt af mörkum til samfélagsins okkar og létta okkur og öðrum sem vilja vera með okkur lífið um stund:

Við stöndum fyrir söngkvöldi á föstudagskvöldið 14.11. í Íþróttahúsinu á Hellu (var reyndar auglýst í héraðsblaðinu Búkollu í dag að athöfnin færi fram í Reiðhöllinni á Hellu). Það hefst kl. 21. Textum verður varpað á tjald og við höfum fengið gítarsnilling í lið með okkur til að leika undir. 

Við vonumst til að sjá sem flesta. Þurfum að rukka kr. 1.000/mann fyrir kostnaði. 

Sjáumst! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð með ykkur í anda

(IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Þakka þér fyrir.

Austfirðingar og allir aðrir Íslendingar velkomnir!

Jón Ragnar Björnsson, 12.11.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góða skemmtun!

Vilborg Traustadóttir, 13.11.2008 kl. 09:16

4 identicon

 JR ... þar sem ég bý ekki á Austfjörðum, þó firðirnir séu fallegir, væru ekki Héraðsbúar líka velkomnir     en ég er sko Skagfirðingur svo það sé á hreinu.

(IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:42

5 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Takk fyrir góðar óskir.

Jú Sigurlaug, þú ert velkomin hvaðan sem þú ert. Skagafjörður er ekki það versta, heldur ekki Hérað eða aðrir staðir á Austurlandi.

Borgarfjörður er líka stórlega ágætur alveg, eins og tengdafaðir minn sálugi hefði sagt. Ég er nú upphaflega þaðan.

Jón Ragnar Björnsson, 13.11.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband