Blik - ljósmyndaklúbbur Suðurlands

Ég skrapp á fund á Selfossi í nýjum ljósmyndaklúbbi, sem við Sunnlendingar stofnuðum s.l. vor. Hittumst yfir kaffibolla, skoðum ljósmyndir hvors annars, lofum þær eða löstum. -Lofum aðallega. Skemmtilegt fólk og margir fantagóðir ljósmyndarar.

Ég var einmitt að hugsa á leiðinni hve nauðsynlegt það er fyrir alla að hafa áhugamál og hugaðrefni og geta sinnt þeim. Mjög áríðandi við þessar aðstæður sem við erum nú komin í að gleyma ekki sjálfum sér.

Þótt nú hafi harðnað á dalnum, flestir Íslendingar daprir, niðurdregnir og öskureiðir, þá megum við ekki gleyma að lifa. Upp með „húmörið“ og njótum þess að vera til, þótt móti blási.

Við eigum auðvitað ekki að slá hlutunum upp í kæruleysi. Verðum að halda áfram að krefjast þess að ríkisstjórnin vinni sína vinnu. Hún á margt ógert nú sem hún virðist ekki þora að taka á. Við verðum að horfa til framtíðar á sama tíma og við vinnum hörðum höndum að því að byggja þjóðfélagið upp og það má hvergi slaka á í því uppgjöri sem framundan er hjá þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband