Hvor ræður?

Það er deginum ljósara að Geir er að berjast við að halda Sjálfstæðisflokknum saman. Davíðsdeildin (getur einhver upplýst mig um það hve stór hluti hún er af flokknum, er það e.t.v. Davíð einn?) lætur öllum illum látum í þeirri von að Samfylkingin sprengi stjórnarsamstarfið eða Geir missi stjórn á sér og þá springi Sjálfstæðisflokkurinn í tvo eða fleiri hluta.

Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því hvað Geir hefur verið orðvar um söguskýringar Davíðs, sem augljóslega eru margar hugsaðar til að lítillækka og grafa undan Geir.

Nú er Geir hins vegar farinn að svara Davíð (á sinn hátt) og spurning hvað er að gerast í flokksapparatinu: Held það sé annað tveggja, Geir að ná yfirhöndinni eða flokkurinn að klofna.

Davíð er sennilega orðinn pirraður á því hve fáir dást að honum þessa dagana. Það væri meiriháttar „cup“ hjá honum ná yfirtökunum í Sjálfstæðisflokknum og leiða hann á „rétta“ braut heim í heiðardalinn, þar sem samskipti við umheiminn eru óþörf og krónan er við völd.

Eru Sjálfstæðismenn enn það hræddir við Davíð að þeir samþykktu hann sem foringja á ný? 


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Meðan Geir er svona mikil gunga að taka ekki af skarið þá grasserar óeining innan flokksins. Fólk sem er ekki ánægt með máttlausa forystu Geirs og endurteknar lygar hans á opinberum vettvangi vill að sjálfsögðu breytingar þar á.

Þá er Davíð sá sterki fyrrum leiðtogi nærtækastur.

Vilborg Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband