19.10.2008 | 10:42
Gjaldþrota þjóð? Nei, nei.
- Við vitum ekki enn hver skuldastaða þjóðarinnar er.
- Sama hvað á gengur. Við skulum standa við allar okkar skuldbindingar á alþjóða vettvangi, verðum eflaust að fá til þess stór lán, ef þau á annað borð eru fáanleg.
- Þurfum örugglega að taka upp annan (og heilbrigðari) lífsstíl til að standa við okkar skuldbindingar.
- Við þurfum að hreinsa til eins fljótt og kostur er til að senda óreiðuna ekki til næstu kynslóða.
- Förum ekki út í einhverja vitleysu í paník. -Við skulum ekki selja burt verðmæti landsins.
- Útrásarmennina heim: Komið með 80% af eigum ykkar og leggið í þjóðarbúið. Hitt megið þið eiga og geyma á Cyman eyjum eða hvar sem er, í skútum, þyrlum eða 100 herbergja íbúðum.
- Stjórnmálamenn: Lendið mjúkri lendingu og afnemið STRAX eftirlaunalögin (Þau voru ykkar útrás).
- Göngum í Evrópusambandið. (Kem ekki auga á önnur nothæf sambönd, nema kanske breska heimsveldið, eða þannig). Málið er einfalt: Við getum ekki verið ein að róa á smá bátskel úti í hafsauga. Það hefur berlega komið í ljós síðustu vikur.
- Verum glöð og bjartsýn. Lífið er frábær gjöf. Það eru forréttingi að vera Íslendingur - glötum þeim ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðið er það dýrmætasta sem við eigum og er ekki til sölu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.