Frímerkjalaust í Seðlabanka

Hvaða fjas er þetta eiginlega?

Ekki hissa á að bréf berist ekki frá Davíð. Það er ekki af hroka. Það er ekki af yfirlæti. Það er ekki af því honum finnist hann eineltur af Jóhönnu.

Það er af því að síðustu krónur Seðlabankans fóru í burðargjöld fyrir bréfin tvö frá hinum bankastjórunum.

Seðlabankinn er því gjaldþrota og verður boðinn upp eins og hvert annað gjaldþrota fyrirbæri. 


mbl.is Eiríkur og Ingimundur hafa svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftirfarandi lét Davíð út úr sér rétt fyrir bankahrunið

Íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standa traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Kerfisbundið afnám ýmiss konar hafta í efnahagsstarfseminni á síðustu fimmtán árum eða svo, einkavæðing, markvissar skattalækkanir og alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs hafa þegar skilað stórfelldum ávinningi og lagt grunninn að nýju framfaraskeiði á komandi árum. Við munum hiklaust halda áfram á þeirri braut þegar við höfum unnið okkur út úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem nú steðja að.”

Þetta er snillingurinn, hann lét þetta út úr sér jafnvel þó svo hann hefði varðan Geir við því að bankarnir myndu hrynja. En auðvitað gerði hann það aldrei, það var bara ein af hans landsfrægu smjörklýpum svona að hætti óheiðarlegra manna.

Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nákvæmlega, þetta er í hæsta máta dularfullt. Hann s.s. varar við hruninu en enginn hlustar. Samt lætur hann svona útúr sér þess á milli! Hann er margflókinn og dularfull persóna hann Davíð.

Páll Geir Bjarnason, 6.2.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Svo lengi að bréfið berst mun ég fúslega borga nokkrar krónur undir það!  Allt til að losna við hina óvelkomnu!

Baldur Gautur Baldursson, 8.2.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband