Skiptir traust máli?

Skiptir traust á íslensku bönkunum máli? Ekki virðast forystumenn okkar í stjórnmálum og fjármálastofnunum hafa gert sér grein fyrir því.

Stór hópur manna, sem voru í lykilstöðum hjá gömlu bönkunum, voru ráðnir í stjórnunarstöður nýju ríkisbankanna.

GETUR það skapað traust á bankastofnunum okkar innanlands? 
GETUR það skapað traust á bankastofnunum okkar erlendis?

Allir þeir gerningar eru aðeins til þess fallnir að ala á úlfúð og vantrausti.

Það eru vinsamleg tilmæli mín og líklega megin hluta þjóðarinnar (þótt ég sé ekki þjóðin) að nú verði tekið til hendinni:

Áfram hreinsað til í Kaupþingi
Hreinsað til í Landsbankanum
Hreinsað til í Glitni
Hreinsað til í Fjármálaeftirlitinu
Hreinsað til í Seðalabankanum

Þetta eru aðeins nokkur dæmi. Það verður aldrei friður í þjóðfélaginu ef þetta er ekki gert. 


mbl.is Tveimur sagt upp til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband