Öll eftirlitskerfi brugðust

Það verður ljósara með hverjum deginum sem líður að eftirlits- og öryggiskerfi okkar brugðust. Og það sem verra er, þau reyna að ástunda óbreytt vinnubrögðum.

Þetta hafa stjórnendur fyrirtækja notað sér í stórum stíl. Bankarnir kanske stórtækastir. Þó eru áhöld um hvort FL (Stoðir), Eimskip og mörg önnur eigi ekki heima í þessum hópi útvaldra.

Lýgin, sem allir átu hver eftir öðrum, var orðin svo stór, að við vorum farin að trúa, að við værum ein ríkasta þjóð í heimi, gáfaðri og flinkari en allir aðrir.

Hvað var viðskiptavild allra íslenskra fyrirtækja mikil 1.1.2008, þegar tuttugu fyrirtækjasamstæður í kauphöllinni töldu fram 931 milljarð kr.?

Hvað er hægt að kaupa af mat og fatnaði fyrir viðskiptavild? Hana á auðvitað að banna í bókhaldi, því hún er ekki neitt.

Það á líka að banna að skrá hlutafé í bókhaldi á öðru en nafnvirði. 

 


mbl.is Fyrirtæki þrifust á blekkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er 'Island í DAG algjört SIÐLEYSI.Hvar er ÁBYRÐ þeirra sem vita að ÍSLENSK BÖRN þurfa að upplifa FÁTÆKT.Við þurfum RÉTTLÆTI svo við getum snúið okkur á rétta braut,það er lykil atriði fyrir ÍSLENSKA ÞJÓÐ. Burt með þessa RÍKISSTJÓRN.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Enro-hneykslið endurtekur sig hér á Íslandi nema hér er enginn settur bak við lás og slá!

Vilborg Traustadóttir, 19.12.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband