20.11.2008 | 23:51
Auðvitað kosningar, Geir!
Sá Geir í Kastljósinu.
Eldklár og flinkur maður að mörgu leyti, en skilur þjóð sína stundum illa, eða skilur en vill/eða getur ekki vegna DO.
- Þjóðin verður að fá að gefa nýtt umboð. Hafa menn ekki skilið að við þurfum að byggja upp nýtt og allt öðru vísi þjóðfélag en við höfum nú = kosningar í vor.
- Það verður að skipta um yfirstjórn í Seðalbankanum, til að skapa traust og trúverðugleika. Ef eitthvað er satt af því sem fram kom í Kastljósinu um samskipti DO og forsetans, þá er nú heilmikið að í kolli þess fyrrnefnda.- Getum við treyst honum fyrir lánunum okkar og Seðalabankanum yfir höfuð?
- Samfylkingarráðherrarnir Þórunn og Björgvin. Gott hjá ykkur að vilja kosningar.
- Samfylkingin verður að taka af skarið: Laga strax til í Seðlabankanum og krefjast kosninga.
- Stjórnarflokkarnir verða að sjálfsögðu að vinna vel og drengilega saman fram að kosningum. Þjóðin á ekkert annað skilið.
- Ætlar Alþingi að reyna að humma fram af sér að afnema eftirlaunalögin? Virðist ætla að reyna það, kokgleypum við það eins og flest annað fram að þessu?
Ekki stefna aðgerðunum í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2008 kl. 00:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.