15.11.2008 | 01:18
Svo segir af Sjálfstæðisflokki
Ég beið spenntur eftir blaðamannafundi Sjálfstæðismanna í dag. Handviss um stórfréttir, t.d. að tekist hefði að klóna einn af seðalbankastjórunum og klónninn hraðfrystur til síðari nota. Mér fannst það fallegt þegar Þorgerður og Geir birtust í dúnmjúku pluss sófasetti Flokksins.
Nei, ekki enn búið að klóna, en skilaboðin frá Flokknum voru engu að síður merkileg: Landsfundur í janúarlok og Evrópunefnd, sem þó er ekki Evrópunefnd heldur margar nefndir sem eiga að finna lýðræðið og eitt og annað smálegt í leiðinni.
Þetta er ekki alveg það sem þjóðin þarf á að halda núna. Hún þarf skýr skilaboð. Ruglið og bullið sem komið hefur frá stjórnvöldum undanfarnar vikur eru með þvílíkum eindæmum, að ekki er að undra reiði fólks - og vonleysi. Stjórnvöld eru margsaga um flest og fólk steinhætt að trúa því sem sagt er, jafnvel þótt satt sé.
Ég óttast róstursama helgi og vaxandi skálmöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og við var að búast, kom ekkert út úr þessum blaðamannafundi. Það virðist vera sérgrein Geirs Haarde að halda blaðamannafundi um ekki neitt. Ég tek undir hvert orð í þessari grein.
Jóhann Elíasson, 15.11.2008 kl. 04:05
Sæll Ión Ragnar.
Ég er sammál ykkur báðum, að vísu er ég allveg með þetta í æð hvaða að gera og verður gert (var í útréttingum). Að heyra þetta... þá leynast einhverjir bitar sem að koma sér vel. En lýsingin á uppákomunni var eins og værir verið að tala um væntanlega hvítvoðunga sem enginn gæti ( að sálfssögðu ) sagt fyrir hvernig yrðu.
En ég held að þetta hafi verið umsókn um FREST.
Kærleikskveðjur
Fylgjumst með deginum ádag.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.