12.11.2008 | 07:35
Taktu eitt...Búkolla mín
Taktu eitt hár út höfði mínu og leggðu það á jörðina..
....Legg ég á og mæli um að við fáum svo mikil lán að við getum haldið áfram að lifa eins og okkur listir -og þurfum aldrei að borga þau!
Ef þessi frétt Financial Times er rétt, þá er nú fokið í flest skjól hjá okkur.
Nú þýðir ekki lengur fyrir ríkisstjórnina að segja: Við vonum að þetta fari nú alveg að koma meðan þjóðfélagið er að falla beint á hliðina.
Svar óskast strax: Já eða nei við þessari frétt.
Ef já, hvað gerum við þá?
Afgreiðslu umsóknar frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lausnin er utanþingsstjórn. Alþingi heim. Erlendir ráðgjafar jafnvel kallaðir til - það hefur sýnt sig að Íslenskum stjórnmálamönnum er þetta ofviða.
Baldur Gautur Baldursson, 12.11.2008 kl. 08:13
Ég tek ekki þátt í því að greiða skuldir þjófa og ræningja. Sama hvar í flokki þeir eru staðsettir.
(IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:01
..var ekki hárið úr halanum Jón? ..... Við verðum bara að snúa okkur til Rússa eða Kínverja. Þeir eru líklegastir ti að lána okkur, ásamt Færeyingum og Pólverjum. Svo geta Rússar líka séð um þessa loftrýmisgæslu, þeir eiga nægar þotur. Gefum skít í Bretanna, neitum þeim að koma hingað í dátaleik og slítum stjórnmálasambandi við þá eins og í þorskastríðunum.
Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 10:03
Haraldur!
þakka þér fyrir hár úr hala. Ég átti alveg að vita þetta, Búkolla er vinsælasta sagan sem ég segi barnabörnunum.
En klukkan var rétt hálf átta þegar ég skrifaði þetta og langt frá því vaknaður (líklega vankaður!).
Jón Ragnar Björnsson, 12.11.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.