„Ekki bulla í okkur“

Þetta segja krakkarnir stundum. Stjórnmálamennirnir okkar verða að passa sig að skrökva ekki upp í opið geðið á okkur, þjóðinni sinni. Við erum engir asnar, bara svo það sé á hreinu!

Nú bíðum við bara eftir fullgildum skýringum á því, sem verið er að gera.

Sá ágætis rullu á netinu um daginn. Hún er einhvern vegin svona:

Jag vet att du tror
att du förstår
vad du tror att jag sa,
men jag är inte säker på
att du har fattat
att det du hörde
inte var det jag menade.”

Snarað á ylhýra:

Ég veit að þú heldur
þig skilja
hvað þú heldur að ég hafi sagt
en ég er ekki viss um
að þú hafir náð því
að það sem þú heyrðir
var ekki það sem ég meinti.


mbl.is Geir: Langur fundur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband