8.2.2011 | 17:42
Þjóðin skiptir engu
Með ólíkindum er að formaður og hluti af forystu Sjálfstæðisflokksins ætli að samþykkja síðasta ICESAVE samninginn. Engu skiptir innihaldið í þeim samningi, en með þessu eru Sjálfstæðismenn að hlaða undir og styðja lélegustu ríkisstjórn sem vitað er um á byggðu bóli.
Eitthvað þessu líkt hafa ýmsir stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur látið hafa eftir sér.
Hagur okkar, þ.e. þjóðarinnar, skiptir engu máli. Öllu skiptir að skjóta ríkisstjórninni ref fyrir rass og helst að koma henni frá og komast að kjötkötlunum.
Ég er ekkert hissa á að þjóðin hafi lítið álit á "stjórnmálamönnum".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.