Er Jóhanna Sigurðardóttir mállaus?

Eitt af því sem rætt er um í bloggheimum er að Jóhanna Sigurðardóttir tali ekki ensku. Þess vegna vilji hún ekki tala við erlenda fréttamenn eða framámenn.

Skv. upplýsingum á vef Alþingis starfaði Jóhanna sem flugfreyja hjá Loftleiðum á árabilinu 1962-1971.

Gæti Jóhanna hafa komist upp með að tala aðeins íslensku á þeim níu árum sem hún vann sem flugfreyja í millilandaflugi?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón Ragnar.

Það hefur alltaf verið þannig að íhaldið hefur farið af stað með kjaftasögur af þessu tagi, held að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því.

Hver þarf svo sem að kunna ensku, er ekki hægt að nota túlk, hart ef hæfileikafólk er talið ónothæft af þessari ástæðu og algjörlega óþarft, nóg er til af fólki sem kann ensku og getur túlkað 

Ingimundur Bergmann, 22.4.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Mér finnst þetta nú bara vera lýsandi fyrir lágkúru og málefnaleysi Sjálfstæðisflokksins núna að hann breiði út svona vitleysu og sýni það meira þeirra vesæld og ráðaleysi en að upplýsa um einhvern sannleik. Ég veit að Jóhanna talar prýðilega ensku. Svo hafið ekki áhyggjur. 

Baldur Gautur Baldursson, 25.4.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband