Óttalega ESB´ið

Ótti er vond tilfinning. Ég hygg að margir af hörðustu andsæðingum ESB aðildarviðræðna séu óttaslegnir. Óttist breytingar og hið óþekkta. Við höfum öll okkar vellíðunarmörk og þegar við förum út fyrir þau getur óttinn tekið völdin.

Sumir, sem hafa setið við kjötkatlana, óttast að missa völd og áhrif og berjast því að öllu afli gegn því að við förum í aðildarviðræður. Þeir reyna að ala á ótta við hið óþekkta og hika jafnvel ekki við að ljúga málstað sínum til framdráttar.

Það er ekkert annað að gera fyrir okkur en að vinda okkur í aðilarviðræður til að sjá hvað þar verður í boði. Síðan vegum við og metum hvað hentar okkar þjóð best. 

-Ofstæki á hvorn veginn sem er er ekki boðlegt.

Við, þessi gáfaða og vel menntaða þjóð, hljótum að geta vegið og metið af skynsemi hvað okkur hentar best. Niðurstaðan verður örlagarík fyrir íslensku þjóðina á hvorn veginn sem fer.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er erfitt til lengdar að hafa asklok fyrir himinn. En margir kjósa veir falskt öryggi

Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú gefur þér með þessu, Jón, að þeir sem vilja ekki í Evrópusambandið geti ekki haft nein rök fyrir þeirri afstöðu sinni. Staðreyndin er einfaldlega sú að í langflestum tilfellum er vitað hvað innganga í sambandið hefði í för með sér. Hins vegar hafa ýmsir pólitíska hagsmuni af því að telja fólki trú um annað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Jón Ragnar. Afturhalds- og íhaldsöflin vilja eðlilega ekki að þjóðin verði upplýst í eitt skipti fyrir öll með aðildarsamningi hvað henni gæti staðið til boða. Þeir telja sig vita allt og þeim einum við að trúa. Það sem þeir beita ákaft fyrir sig er að við munum missa forræðið yfir sjávarauðlindinni.

Ég segi hins vegar við munum ekki gera það. Nægir að vitna í nýlega ræðu Joe Borg yfirmanns sjávarútvegsmála hjá ESB. En samkvæmt því sem hann segir, þá er þegar verið að vinna að því eins og kostur er að færa áður miðstýrðar ákvarðanir frá Brussel og að vettvangi. Bara þessi breyting sem nú þegar er í vinnslu hjá CFP mun gera það að verkum að allar ákvarðanir er okkar fiskveiðimál varða munu verða teknar hér heima. Því mun landhelgin verða skilgreind sem sérstakt fiskstjórnunarsvæði eins og stefnt er að. Því munum við ekki þurfa sérlausnir hvað þá undanþágur. 

Þá held ég að það sé farið að renna á andstæðinga ESB tvær grímur. Að þegar samningurinn verður lagður fyrir þjóðina - þá muni þjóðin sá að hræðsluáróðurinn átti ekki við nein rök að styðjast.  

Atli Hermannsson., 1.5.2009 kl. 13:43

4 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Þakka athugasemdirnar.

Hjörtur: Ég virði þá andstæðinga aðildar sem hafa rök fram að færa. Það eru bara alls ekki allir sem hafa þau. Það eru öfgarnar í hina áttina að halda því fram að aðild að ESB verði eintóm sæla.

Við skulum vega saman kosti og galla og taka svo ákvörðun.

Atli: Já, mér sýnist að ESB ætli að endurskoða sjávarútvegsstefnuna. Við höfum ýmislegt fram að færa þar fyrir bandalagið, bæði um það sem vel hefur til tekist og um það sem miður hefur farið í okkar stjórn á fiskveiðum.

Það er ekki magnið heldur gæðin sem skipta hér máli, þá á ég við að við getum haft mikil áhrif ef við erum með góðar hugmyndir, þótt við séum fámenn þjóð.

Jón Ragnar Björnsson, 1.5.2009 kl. 14:32

5 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón

Víst er það rétt hjá þér að þau eru hrædd, en stundum verður skynsemin óttanum yfirsterkari og það skulum við vona að gerist núna. Verðum að trúa því og treysta að fólkið taki rökum, en máli sig ekki alveg út í horn skjálfandi af hræðslu og hugsanlega, eyðileggi þar með góðan möguleika fyrir þjóð sína.

Ingimundur Bergmann, 1.5.2009 kl. 15:30

6 identicon

Þú segist virða þá andstæðinga aðildar sem hafa rök fram að færa. Hina virðir þú þá síður sem hafa engin sem heitið geta.

Nú eru til fylgismenn aðildar sem hafa rök fram að færa og aðrir sem hafa engin heldur keyra á hræðsluáróðri (seinna hrun, algjör einangrun o.s.rfv.)og hæpnum fullyrðingum um stórgróða af því að nota evru í stað krónu.

Hver er þá eiginlega punkturinn með færslunni og af hverju talar þú gegn öðrum hópnum frekar en hinum?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 16:36

7 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Takk Stefán!

Greinin fór framhjá mér í gær. Las hana áðan. Þetta er með því besta sem ég hef lengi séð í ESB umræðunni.

Eitt er alveg víst: Við getum ekki gert ekki neitt!

Jón Ragnar Björnsson, 3.5.2009 kl. 13:04

8 identicon

JR Hefur þú lesið stjórnarskrá ESB??? hefur þú lesið Lissabon sáttmálann??? Hefur þú lesið Mastirick sáttmálann???

Þú átt auðvitað rétt á þinni skoðun en ef þú ert ekki búin í það minnsta að lesa þetta á hudnavaði sem ég bendi á,  þá skil ég þína skoðun,  en ef þú ert búin að lesa þetta, að þá botna ég bara ekkert í þér lengur minn gamli vin.

Ég var mjög fylgjandi ESB þar til ég fór sjálf að lesa mér til, ég er langt frá því búin að lesa allt þetta sem ég nefni, en ég er búin að vera reyna að stauta í gegnum þetta í allan vetur og fyrra vetur og það má segja að eftir því sem ég náðu að lesa meira því harðari varð ég á móti. 

Og því skil ég ekki þá sem vilja þarna inn NEMA þeir hafi ekki kynnt sér  málin beint úr skruddum Brusselbáknsins.  Því það mun ljóst verða ef við gerum þau mistök að innlima okkur þarna inn, þá mun gamla máltækið okkar fá stóra og mikla merkingu umfram allt annað.

Að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

það er nefnilega það hættulega við að fara að kjósa um  þetta að meirihluti okkar nennir ekki, getur ekki og vill ekki kynna sér þetta sjálft,  heldur lætur misvitra stjórnmálamenn teyma sig áfram á  einstaka bittlingum  en nefna aldrei hvað þeir muni kosta,  og hvernig getur heil þjóð tekið upplýsta ákvörðun ef hún hvorki getur, vill né nennir að leggast í þennan lestur og látið ykkur ekki dreyma um að tilvondandi samningur verði þýddur og dreift á hvert heimili til lestrar, það yðri bæði alltof dýrt og ekki talið svara kostnaði.

Nú ef svo færi þó að slíkt yrði gert,  þá yrði það bara sérsamningur sem gerður  yrði við okkur,  en allt annað sem er eins hjá öllum  þjóðunum mundi áfram vera hulin ráðgáta fyrir þeim sem ekki skoða málin sjálfir. Og það er hættulegi kaflin sem varast verður.

(IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband