11.4.2009 | 08:51
Saklaust og óspillt þjóðfélag?
Hvernig hafa erlendar matsstofnanir komist að því að íslenskt þjóðfélag væri eitt það óspilltasta í víðri verlöld?
Hverjir ætli hafi séð um að koma þeim skilaboðum á framfæri?
Nú fljóta spillingarmálin upp hvert á fætur öðru í okkar drullupolli. Er þetta bara toppurinn á ísjakanum?
Kreppan leikur marga grátt, líka þá spilltu. Ég el þá von í brjósti að hún verði til þess að losa okkur við spillinguna og þá spilltu þannig að það verði þess virði að búa á Íslandi.
Hverjir af æðstu mönnum Sjálfstæðisflokksins vissu af 55 millj. kr. framlögunum?
-Við verðum að fá að vita það.
Hverjir af æðstu mönnum Sjálfstæðisflokksins vissu ekki af 55 millj. kr. framlögunum?
-Við verðum líka að fá að vita það. Af hverju? Er hægt að treysta dómgreind þeirra?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Félagi !
Hverjir af æðstu mönnum Samfylkingarinnar vissu af 48 milljon króna framlagi ?
Við verður að fá að vita það !
Hverjir af æðstu mönnum Samfylkingarinnar vissu af 13 millj, kr. framlagi frá BAUGI ?
Við verðum að fá að vita það !
Hverjir af framámönnum Samfylkingarinnar vissu af " privat" frá ACTAVÍS Kr. 3.millj..
Það verðum við líka að fá að vita !
Enn - af því að nú eru páskar, má minna á orð Meistarans mikla, er hann sagði.: " Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum" !!
Gleðilega páska !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.