31.1.2009 | 00:52
Sandkassaleikur
Hvaða bull er eiginlega í gangi.
Auðvitað var það deginum ljósara að Framsóknarflokkurinn hefur líf væntanlegrar minnihlutastjórnar í hendi sér. -Annars væri ekki verið að tala um minnihlutastjórn.
Vinnubrögð Framsóknar finnst mér forkastanleg. Búið að fresta miðstjórnarfundi til sunnudags (átti að vera í fyrramálið). Sögur komnar á kreik um að flokkseigendafélagið og Davíðskjarninn í Sjálfstæðisflokknum reyni að koma á meirihlutastjórn.
Hér eru leiknar pólitískar refskákir. Skammist ykkar og komið á starfhæfri bráðabrigðastjórn strax. Þjóðfélagið er að hruni komið og þjóðin óttast um sinn hag.
Eitt er deginum ljósara: Ef Framsóknar- og sjálfstæðisflokkur mynda stjórn sýður endanlega upp úr hjá þesari þjóð.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Pólitískar refskákir...já það er einmitt orðið sem ég var að leita af þegar ég skrifaði mína grein.
Það er rétt það verður stríð ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda stjórn.
Ég stórefast samt um það ef Ólafur Ragnar kemst þar á milli.
Friðrik Friðriksson, 31.1.2009 kl. 01:10
Tek undir. Ef gamla mynstur Frasmóknar og íhalds verður til aftur blæs þjóðin til stríðs.
Haraldur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 10:31
Hef ekki trú á því að svo sé, þetta með framsókn og sjálfst. það yrði pólitískur banabiti Sigmundar Davíðs hinn almenni framsóknar maður mun ekki líða það, eftir þá jákvæðu strauma sem nú eru í gangi gangvart flokknum.
(IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:11
Og sigurhátíðin er að hefjast á Austurvelli!
Þetta fer að verða spennandi!!!!!
Þetta er að verða brandari. Ætli Davíð verði þá ekki næsti forsætisráðherra?
Vilborg Traustadóttir, 31.1.2009 kl. 13:42
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 17:29
Þá kemur að forseta Íslands að setja utanþingsstjórn. Annars verður held ég bylting í landinu. Við helypum ekki Sjálfstæðisflokki að núna næstu áratugina.
Baldur Gautur Baldursson, 31.1.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.