Biðlaun

Stjórn Samfylkingarinnar í Rangárvalla- og V-skaftafellssýslu hefur þessa skoðun á biðlaunamálum. Hún hefur komið þeim á framfæri við fjölmiðla og við þingmenn sína.

Hvað finnst ykkur?

„Flestir íslenskir launþegar hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest hjá vinnuveitendum sínum. Þetta á því við um þorra þeirra 12.800 manna og kvenna sem nú eru orðin atvinnulaus og einnig þá sem næstu mánuði munu missa atvinnu sína.

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar greint frá biðlaunakjörum nokkurra háttsettra embættismanna íslenska ríkisins sem eru verulega frábrugðin kjörum hins almenna launþega þegar til starfsloka kemur.

Vegna efnahagsástandsins og með tilliti til jafnréttissjónarmiða hvetur Samfylkingin í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu þá embættismenn, sem kunna að missa vinnu sína og hafa biðlaunarétt umfram þrjá mánuði, að nýta einungis þrjá mánuði og þeir sem betur mega sín afsali sér öllum biðlaunarétti. Til að gefa gott fordæmi hvetjum við
sérstaklega ráðherra Samfylkingarinnar sem nú láta af embætti, að nýta sér ekki biðlaunaréttinn.

Til að tryggja jafnrétti hjá öllum launþegum skorum við á Alþingi að setja lög sem taki á þessu jafnréttismáli og verði þau hluti af neyðarlögunum“.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Heyr heyr

Sigríður Jónsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Flott hjá ykkur.

Vilborg Traustadóttir, 31.1.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Dunni

Ekki vitlaus hugmynd hjá Sunnlendingunum.

Dunni, 31.1.2009 kl. 14:57

4 identicon

það á engin að eiga rétt á biðlaunum ef viðkomandi er þegar komin í aðra vinnu, og eða þiggur laun annars staðar frá. Ekki einu sinni í 3 mánuði. Þessi biðlaun eiga bara vera til staðar ef atvinnurekandi segir manni upp og vill ekki að hann vinni uppsagnarfrestinn.  Þingmenn eða ekki, sami réttur á að gilda fyrir alla.

Hins vegar verður að vera til sanngjörn leið til að gera vel við góða starfsmenn, því eins og við vitum öll að það eru til svartir sauðir í mörgu fé. Ranglætið er svo viða hvað varðar kaup og kjör. Mér finnst t.d engin sanngirni í því, ef ég skrapa 100 refaskinn á 4 tímum og það vel, þarf svo að vinna önnur verk hina 4 tímana, á meðan annar tekur sér 8 tíma í það,  en við fáum samt sömu laun yfir daginn. Nebb....  bara ekkert réttlæti í því   

(IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband