Nú er uppreisn

Nú er að sjóða upp úr og allt að verða vitlaust. Daglegar fréttir af skandalmálum og skuldum útrásarmanna, sem okkur er gert að greiða, eru að trylla þjóðina. 

Sjávarútvegurinn, sem við héldum að kæmi okkur til bjargar, er gjaldþrota eins og þjóðfélagið. Kvótaeigendur hafa veðsett kvótann -ætlast til að við borgum. Nú er lag að ná kvótanum aftur til þjóðarinnar. 

Ríkisstjórnin ræður ekkert við ástandið. Hún ásamt bankakerfinu öllu, Fjármalaeftirlitinu og Alþingi er rúin trausti. Alþingi, sem tekur sér mánaðar jólafrí og skeggræðir um sölu á áfengi í verslunum meðan Reykjavík brennur og þjóðinni blæðir út.

Það er alveg borin von að þessi ríkisstjórn geti byggt upp nýtt þjóðfélag á rústum þess, sem nú er hrunið. Það verður að kjósa.

Við þurfum neyðarstjórn STRAX. Neyðarstjórn, sem starfar þar til búið er að búa til nýja stjórnarskrá, breyta kosningalöggjöf o.fl. Alþingi verður að setja lög um skipan stjórnlagaþings sem sér um þessa lagasetningu. Eftir tvennar kosningar er hægt að taka nýja stjórnarskrá í notkun og þar með stofna 2. lýðveldið á Íslandi. 

Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eru ekki hátt skrifaðir hjá þjóðinni. Sumir tala um að henda gömlu flokkunum og stofna nýja. Ég hygg að betri leið sé að fá nýtt fólk til forystu í flokkunum. Það dugar heldur engin kattarþvottur eins og Framsóknarflokkurinn heldur að hann komist upp með. Sjálfstæðisflokkurinn er illa brenndur og ekki er langt í að Samfylkingin skaðbrenni, ef hún gerir ekkert.

Samfylkingin getur ekki og má ekki starfa lengur í þessari ríkisstjórn, annað er ávísun á enn meiri upplausn. Hún getur tekið forystu um nauðsynlegar breytingar á þjóðfélaginu. -Og það verður hún að gera STRAX.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Sjávarútvegurinn, sem við héldum að kæmi okkur til bjargar, er gjaldþrota eins og þjóðfélagið. Kvótaeigendur hafa veðsett kvótann -ætlast til að við borgum."

hver sagði þetta annar en Árni Jónsen? því líkt steypa í þér. já eignarnám er besta leiðinn til að rétta þjóðfélagið af. þú getur spurt Mugabe suður í Zimbabwe hvernig eignarnám á auðlindum landsins gekk. 

Baugsfylkingin er búinn að hæla útrásavíkingunum í hvert reipi síðan þeir hófust. skuldugasti maður Íslands og sá eini sem fær lán í dag, á Samfylkinguna með húð og hári. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 02:24

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Fannar!

Ég vissi ekki að Árni væri þetta naskur. En hann er ekki einn um þessa skoðun. Horfðu á síðasta Silfur Egils.

Jón Ragnar Björnsson, 21.1.2009 kl. 07:13

3 Smámynd: Kristján Logason

Vel mælt jón.

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband