10.1.2009 | 00:03
Bullandi bísniss
12. nóv. s.l. varð Árdegi gjaldþrota. Það átti m.a. raftækjaverslunarkeðjuna Merlin í Danmörku, sem var yfirtekin af Eldbodan.
Árdegi átti líka BT. Hagar keyptu ræfilinn. Mbl.is segir í fréttinni: Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV hafði Tryggvi milligöngu um að Hagar kæmu með tilboð í þrotabú BT.
-Hvað lagði Landsbankinn fram í þetta púkk?
Sena, dótturfyrirtæki 365 keypti Skífuna. Í frétt Mbl. segir: Landsbankinn fjármagnaði kaupin fyrir 365.
Tvö dótturfélög Árdegis, fataverslanirnar NOA NOA og NEXT urðu gjaldþrota. Þá er frétt á mbl.is 9.12. s.l.:
Hjónin Sverrir Berg Steinarsson og Ragnhildur Anna Jónsdóttir eru aftur orðin eigendur að verslununum Next og Noa Noa í Kringlunni. Þau keyptu tæplega helminginn af Arev N1, en Arev N1 keypti verslanirnar út úr þrotabúinu Nordex ehf. sem var í eigu Árdegis, sem Sverrir og Ragnhildur áttu.
Hver veitti þeim fjarhagslega fyrirgreiðslu??
Tryggvi hafði bein afskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og ekki má gleyma að Tinna Ólafsdóttir, dóttir forsetans, stofnaði fyrirtækið Haga árið 2005 ásamt Jóni Ásgeiri og föður hans jóhannesi. Hún er enn í dag eigandi þessa fyrirtækis sem segir nú ansi margt um afskiptaleysi forsetans en þar sem hann nú biðst afsökunar á því að hafa nú ekki verið nógu duglegur á verðinum sem klappstýra útrásarvíkinganna sem hann flaug með um allan heim, á fyrsta klassa í einkaþotum í eigu HAGA. Maður getur nú alltaf gleymt því óvart að börnin manns eigi heilu og hálfu Kringlurnar, bensínstöðvarnar, matvöruverslanirnar, húsasmiðjuna, Te og Kaffi, Vero Moda, Top Shop, Zöru, Noa Noa, Tal og Og Vodafone, etc. etc. etc ............
SR (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:34
Sæll
Sverrir og frú starfa samkvæmt umboði og skilyrðum sem Next í Bretlandi setti fyrir áframhaldandi starfsemi verslunarinnar hér á landi. Veit ekki hver lánaði þeim
Kristján Logason, 14.1.2009 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.