1.1.2009 | 16:21
Hann var bara fínn!
Ólafur Ragnar var með flotta áramótaræðu.
Viðurkenni alveg að ég ætlaði að slökkva á útvarpinu þegar hann byrjaði, nennti ekki að standa upp en hlustaði á forsetann.
Hann viðurkenndi mistök sín í tengslum við útrásarmálin. Það er meira en flestir forystumenn okkar hafa verið menn til.
Ég datt inn á áramótaboðskap dönsku drottningarinnar í gærkveldi, heyrði smá glefsur í danska sjónvarpinu. Á eftir því var langt samtal þriggja danskra fréttamanna sem greindu allt sem drottningin sagði eða sagði ekki. Allt rætt af mikilli lotningu og virðingu fyrir det danske kongehus, þótt þau norpuðu skálfandi af kulda fyrir utan konungshöllina.
Ég fór ósjálfrátt að bera það saman við okkar afstöðu til forsetans og forsetaembættisins.
-Eigum við sameingingartákn?
Þjóðarátak nýrrar sóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann baðst ekki afsökunar. Hann fer eins og köttur í kringum heitan graut í ræðunni, en biðst ekki afsökunar. Ég skrifaði út ræðuna og fór í gegnum hana. Hann segist hafa reynt að "meta heiðarlega hvernig ég gekk of langt í málflutningi og liðsinni við starfsemi íslenskra banka og fjármálafyrirtækja erlendis".
Niðurstaða forsetans virðsist vera að hann hafi ekki gengið of langt því hann biður engann afsökunar í ræðu sinni, t.d. biðst ekki afsökunar á þessum orðum sínum:
„Útrásarstarfsemin á okkar tímum er sjávarútvegur hinnar nýju aldar. Bankarnir eru farnir að skila meira tekjum í þjóðarbúið en sjávarútvegurinn. Þess vegna er þetta liðsinni til styrktar almennri velmegun í landinu. Ég hef verið þeirrar skoðunar að forsetinn eigi ekki að sitja aðgerðalaus á Bessastöðum, heldur eigi hann að taka þátt í því að skapa þjóðinni betri kjör og traustari efnahag.“
Sjá nánar hér: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/759410/
Ástþór Magnússon Wium, 1.1.2009 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.