9.11.2008 | 22:55
Hannes hefur talað - BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!
Kanske segir Hannes satt!?
En ef þetta gerðist, að þrír milljarðar kr. frá almenningshlutafélaginu FL Group hafi verið sendir úr landi til að lána Pálma Haraldssyni er það næsta víst kolólöglegt. Breytir engu þótt fjármunirnir hafi verið sendir til baka vegna þess að endurskoðendur hafi ambrað, þáverandi forstjóri verið fokreiður og stjórnarmenn aðrir en Hannes fúlir.
Ég segi ef þetta var svona, hvers vegna var málið ekki kært af:
a. endurskoðendum?
b. forstjóra?
c. stjórnarmönnum?
Hvers vegna sögðu allir stjórnarmenn af sér, nema Hannes?
Hvers vegna hætti Ragnhildur sem forstjóri með 120 millur í vasanum?
Agnes. Það þýðir ekkert fyrir þig að vera með hálfkveðnar vísur, eða ertu að verða eins og pólitíkus, eða hvað? Út með´ða!
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.