5.11.2008 | 23:43
VR virðing réttlæti
Þetta eru víst einkunnarorð VR.
visir.is sagði í frétt af stjórnarfundi VR sem haldinn var í kvöld:
Stjórnin lýsti yfir stuðningi við Gunnar (Pál Pálsson, innskot mitt)en hann bað um nokkra daga til þess að hreinsa sig. Það var einnig ákveðið að það verður trúnaðarráðsfundur í næstu viku, eða eins fljótt og auðið er þar sem þetta verður rætt," segir Stefanía (Magnúsdóttir, formaður VR, innskot mitt) en það var trúnaðarráðsfundur sem mælti með því að Gunnar tæki sæti í stjórn Kaupþings á sínum tíma.
Gunnar: hreinsa sig hvað? er ekki allt í sómanum?
Ég á lífeyrisréttingi í lífeyrissjóði VR, þar sem Gunnar er formaður. Get ég ekki alveg treyst honum til þess að gæta hagsmuna minna í sjóðnum eins og hann gætti hagsmuna æðstu stjórnenda Kaupþings?
Miðað við útskýringar lögfræðinga bendir margt til að ákvörðun stjórnar Kaupþings varði við lög.
Gunnar, í guðanna bænum hafðu vit á að stíga til baka þar til allt þetta mál hefur fengið viðeigandi afgreiðslu.
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ljóst að innherjaupplýsingar lágu fyrir fyrst allir aðal stjórnendur bankans vildu selja bréf sín samtímis í september, þrátt fyrir góða stöðu bankans að sögn forráðamanna.
Það mun koma í ljós hvaða innherjaupplýsingar voru stjórnarmönnum kunnar og hvort þeim hafi ekki borið skylda til að bregðast öðruvísi við í þeirri stöðu en að reyna að bjarga eiginn skinni.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 5.11.2008 kl. 23:48
Sæll Jón Ragnar -
Gaman að vita af þér hér á Suðurlandinu - er sjálfur staðsettur þar líka.
Kveðjur,
Hallgrímur
Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:38
Ég á líka lífeyrisréttindi í lífeyrissjóði VR. Gunnar hlýtur að vernda okkar hagsmuni jafn vel og hagsmuni toppanna hjá Kaupþingi. Annars minnir mig að ég hafi lesið að lífeyrisréttindin skerðist útaf öllu bankasukkinu.
María Richter, 6.11.2008 kl. 14:52
Takk fyrir boðið JR
Forvitnin að drepa mig, varstu eitthvað að vinna í tegnslum við loðdýrabændur á árum áður????
Kv Silla
(IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:05
Sæll aftur. Gleymdi einu þegar ég svaraði skilaboðum þínum, var það reiði og pirrings stíllin sem þú kannaðist við æ ég mátti til. Kv SG
(IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:38
Sæll Jón.
Sannarlega langur tími síðan, já ég held að það væri ekki vitlaust að flytja ullariðnaðinn aftur heim, nú er gengið rétt.
Hvað ertu að gera á Hellu?
kv
Sigurbjörn
Sigurbjörn Svavarsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:36
Þarna dugir sko enginn "kattaþvottur" til svo djúpt er maðurinn sokkinn í sk.. og skömm og svei mér þá það er alveg sama hvað hann þvær og djöflast þótt hann notaði vírbursta dugar það ekki. Bara burtu með alla stjórnina og inn með nýtt og ferskt blóð.
Jóhann Elíasson, 7.11.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.