Niðurfelldar kröfur

Ég er með húsnæðislán hjá gamla Kaupþingi. Mjög er ég kátur með það, því ég þarf líklega aldrei að borga það, frekar en ýmsir háttsettir stjórnendur sem fengu niðurfelldar stórar summur hjá Kaupþingi.

Rúv var rétt í þessu að segja frá því að stjórn Kaupþings hafi samþykkt í september (bankahrunið var í október) að fella niður skuldir ýmissa hátt settra stjórnenda sinna.

Ég segi nú eins og einhver nýlega: Nú fer ég og æli.

Eru engin takmörk fyrir sóðaskapnum í öllu þessu hruni? Eða er RÚV að ljúga??

VIÐ GETUM EKKI LENGUR LÁTIÐ FARA MEÐ OKKUR EINS OG HÁLFVITA.
VIÐ GETUM HAFT MIKIL ÁHRIF MEÐ ÞVÍ AÐ BLOGGA UM OKKAR SKOÐANIR.
VERTU MEÐ, ÞAÐ ER ÞJÓÐFÉLAGSLEG SKYLDA.


mbl.is FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband