2.10.2008 | 23:44
Hvað átti hann að segja?
Aldrei þessu vant hlustaði ég á stefnuræðu forsætisráðherra.
Hann var ekki með stórar yfirlýsingar um framhaldið. Kanske er það dálítið erfitt þegar allt er lok lok og læs.
Efast ekki um að þeir sem stjórna landinu geri eins vel og þeir geta og hafa vit til.
Vandinn leysist ekkert þótt við látum öllum illum látum. Sýnum heldur samstöðu. Nú þurfa allir að leggjast á eitt og ekkert kjaftæði.
Glitnisaðgerð ekki endapunktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Við megum ekki láta eins og frek börn þegar nammið er búið og öskra á foreldrið sem stendur hjálparvana. Við munum reyna að lifa af meðan timburmennirnir ganga yfir, þessi leiðrétting sem nú þarf að eiga sér stað í fjármálakerfi íslands. Það er til nóg húsaskjól og hiti fyrir alla á Íslandi, það þarf að ditta að aflögðum fjárhúsum til að stækka fjárstofninn til að landið verði sjálfbært í fæðuframleiðslu. Mér dettur í hus frístundabúskapurin og frístundahesthús á höfuðborgarsvæðinu, þar mætti nú aldeilis koma fyrir fénu. Góðar stíur þar fyrir sauðburðinn næsta vor. Það þarf ekki að leggjast í þunglyndi yfir því að þurfa fresta eða hætta við jeppa og flatsjónvarpskaup. Það sem ríkisstjórnin getur gert fyrir okkur hinsvegar er að sjá til þess að fólk missi ekki ofan af sér vegna húsnæðisskulda. Leiðin til þess er að lækka vexti og verðbólgu frekar en að láta íbúðalánasjóð gefa allt eins og Jóhönnu langar til Þeir sem eru að fara á hausinn vegna bílalána í erlendri mynd, þá sérinnfluttra bandarískra jeppa, mega fara á hausinn, annað væri ekki sanngjarnt.
Kristinn Ingi Pétursson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:12
Hvað með þá Íslendinga sem nú búa erlendis við nám?
Ég bý í danmörku og er allt orðið 120% dýrara fyrir mig vegna vanstjórnar á öllum sviðum ríkisbatteríisins. Og hvað hefur okkar ástkæri menntamálaráðherra að segja um það? "ekkert" er haft eftir henni.
Nú eru um 15.000 manns við nám erlendis. Rosalega er þetta mál mikil kjarabót fyrir þá.
Ragnar Hermannsson, 3.10.2008 kl. 06:18
Góður!
Ég var sjálfur við nám í Kaupmannahöfn í gamla daga og þá var gengið stundum fellt um 10, 20 og kanske 30% á einu bretti. Fékk mér bara vinnu tímabundið ef á þurfti að halda.
En, það er ekki málið. Auðvitað er þetta erfitt fyrir okkur öll og bara spurningin um að bregðast við og finna leiðina út úr ógöngunum. -Því það er alltaf smuga!
Jón Ragnar Björnsson, 3.10.2008 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.