21.12.2010 | 21:02
Gæfa og gjörvuleiki
Lilja helsti sérfræðingur í efnahagsmálum segir Þór. Hann ætti vel að vita að prófin ein gera fólk ekki að sérfræðingum. Þór er greinilega að biðla til Lilju að fá hana í hópinn sinn.
VG gera allt til að losna við Lilju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Athugasemdir
Þór og Lilja eru bæði hagfræðingar en fjármálaráðherra er jarð(vöðull)fræðingur og forsætisráðherran flugfreyja. Sú var tíðin að þetta fólk hæddist að dýralækninum og talaði um að nú þyrfti fagmennsku í ráðuneytin. Gylfi laug að þinginu og Ragna Árnadóttir var flæmd úr ráðuneyti sínu svo það liti ekki eins illa út að láta Gylfa gufa upp. Það urðu endalok fagmennsku vinstri "velferðarstjórnarinnar".
Hvar er fagmennska jarðfræðingsins þegar hann hafnar ráðum hagfræðingsins?
Ragnhildur Kolka, 21.12.2010 kl. 21:15
Held nú að það væri að letia ullar í geitarhúsi fyrir jarðfræðinginn og flugfreyjuna að spyrja Liljuna og Þórinn hagfræðiráða. Þau þurfa víst örugglega ekki að kvarta yfir skorti á ráðleggingum frá þeirri stétt -- vandinn er frekar sá að enginn þeirra voru sömu skoðunar og Lilja og Þór. Hvorugt þeirra byggir nefnilega skoðanir sínar á hagfræði, enda þótt þau séu menntuð í þeirri eðlu grein, heldur á einskærri pólitík. Samkvæmt þeirri uppskrft hljómar svo ósköp sætt að segja að við þurfum engu að fórna þrátt fyrir hrun og botnausa eyðslu undanfarinna ára. Eyðum bara meiru og þá mun öll báttin lagast um síðir. Gott ef satt væri -- en ég komst að því á ungur maður að ef ég dett í'ða þá verð ég timbraður. Besta ráðið er auðvitað að sleppa drykkjunni!
Já, og ÞS segir VG vilja losna við Lilju. Væri ekki nær að snúa þessu við og segja að hún vilji losna við VG?
Pétur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:08
Já sæll. Ég hef akkúrat engu við orð Ragnhidar hér ofan að bæta. Orð að sönnu.
Nema við orð Péturs, að sannarlega liggur pólitíkin hjá Steingrími og Jóhönnu sem fara alfarið eftir forskrift AGS. En ekki hjá Lilju og Þór.
Og pólitíkin gerist ekki ógeðslegri á heimsvísu en á þeim bæ. Nema ef vera skildi hjá hinum skjólstæðingum ríkisstjórnarinnar. Nefnilega útrásarpakkinu.
Vandamál tilvistarkreppu VG er nefnilega ekki Lilja og restin af "Villiköttunum" Heldur steingrímsklíkan sem hefur ákveðið að henda fyrir róða öllum fyrrverandi stefnumálum og loforðum VG. Eins og þóttun við AGS.
Eingöngu fyrir ráðherrastóla og stjórnaraðild í svikulustu ríkisstjórn Íslandssögunnar.
Ríkisstjórn sem á eftir að kosta þjóðarbúið meira en bankagjafastjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Enda væri steingrími nær að ganga ásamt leppum sínu í samspillinguna. Þar eiga þau heima. Og láta alvöru vinstrimennina, sem enn styðja stefnuskráVG í friði.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:31
Einhvern tímann heyrði ég haft eftir gömlum bónda að búfræðingar gætu ekki búið, flosnuðu alltaf upp, af því þeir hefðu gengið í bændaskóla. Menntunin ein er ekki ávísun á faglega færni, en hún hjálpar vissulega mörgum.
Ég veit ekkert um hvort Lilja og Þór eru góðir hagfræðingar. Veit heldur ekki hvort þau hafa góða dómgreind, en það þarf til svo tekið sé mark á manni. Lilja virðist ekki vera mikill "diplómat", en það er nauðsynlegt fyrir góðan stjórnmálamann.
Jón Ragnar Björnsson, 21.12.2010 kl. 22:54
Sæll Jón.
Hversu mikill "diplomat" er það sem stendur í púlti á Alþingi og hótar mönnum öllu illu skrifi þeir ekki umorðaslaust undir hrákasmíð þriðja aðila?
Hversu mikið lýðræði væri það ef að Jóhanna í gegnum "Gosa" sinn Steingrím gerði Lilju brottræka fyrir það sama og Jóhanna gerði ítrekað sjálf á árunum 1991-94?
Hversu mikils metið er sjálfstæði í ríki ritskoðunar?
Hversu mikið er virði sjálfstæðrar hugsunar í einræðisríki?
Óskar Guðmundsson, 22.12.2010 kl. 10:31
Blessaður Óskar.
Ég var nú ekki að tala um Jóhönnu. En ég hugsa að við getum verið samstíga varðandi sjálfstæði og sjálfstæða hugsun. Ég hef trú á því að við séum heldur að koma til á þeim sviðum. Það skiptir miklu að fólk tjái sig og þurfi ekki að vera hrætt við að hafa skoðanir.
Jón Ragnar Björnsson, 22.12.2010 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.