4.7.2009 | 11:41
Greiðum Icesafe með rafmagni - Með bros á vör!
Nú þurfum við að fara að viðurkenna staðreyndir og horfast í augu við blákaldan raunveruleikann:Íslenska þjóðin ber ábyrgð á Icesafe hamförunum. Við leyfðum þessu að gerast. Margir brugðust í þessu máli, t.d. stjórnendur Landsbankans, eftirlitsaðilar, stjórnkerfið og stjórnmálamenn okkar í heild.
Þótt ég eða þú hafi ekki verið viðriðnir/viðriðin gjörninginn, þá berum við sem hluti af íslensku þjóðinni ábyrgð.
Erum við þeir aumingjar að segja öðrum þjóðum: þetta er ekki okkur að kenna, viðurkennið að þið voruð höfð af fíflum, en þið eigið samt að bera virðingu fyrir okkur, eiga viðskipti við okkur og lána okkur peninga þegar við þurfum, en við ætlum ekki að borga þetta Icesafe.
Hugmynd Friðriks Hansen Guðmundssonar um að greiða Icesafe skuldina með rafmagni er verulega spennandi og jákvætt innlegg í umræðuna.
Það eru miklar líkur á að endurgreiðsla á Icesafe verði drápsklyfjar á þjóðinni, en með þessari leið myndum við slá fleiri flugur í einu höggi - Og standa upprétt og stolt eftir.
Sjá nánar á bloggi Friðriks.7.6.2009 | 18:00
Eigum við að borga Icesave?
Hver getur upplýst mig?
Hvers vegna verðum við að borga?
Hvað gerist ef við gerum það ekki?
Ef skuldin er 650 milljarðar kr. og við erum 320 þús. Íslendingar segir Excelinn minn að hver einasti Íslendingur þurfi að borga tvær milljónir þrjátíu og eitt þúsund tvöhundruð og fimmtíu krónur.
Ég og mínir afkomendur þurfa að greiða 32.500.000 kr. Yngsta barnabarnið er ekki orðið eins árs, þess bíða spennandi tímar.
Þjóðin þarf að fá MJÖG greinargóðar skýringar á því hvers vegna það borgar sig að borga.
1.5.2009 | 12:52
Óttalega ESB´ið
Ótti er vond tilfinning. Ég hygg að margir af hörðustu andsæðingum ESB aðildarviðræðna séu óttaslegnir. Óttist breytingar og hið óþekkta. Við höfum öll okkar vellíðunarmörk og þegar við förum út fyrir þau getur óttinn tekið völdin.
Sumir, sem hafa setið við kjötkatlana, óttast að missa völd og áhrif og berjast því að öllu afli gegn því að við förum í aðildarviðræður. Þeir reyna að ala á ótta við hið óþekkta og hika jafnvel ekki við að ljúga málstað sínum til framdráttar.
Það er ekkert annað að gera fyrir okkur en að vinda okkur í aðilarviðræður til að sjá hvað þar verður í boði. Síðan vegum við og metum hvað hentar okkar þjóð best.
-Ofstæki á hvorn veginn sem er er ekki boðlegt.
Við, þessi gáfaða og vel menntaða þjóð, hljótum að geta vegið og metið af skynsemi hvað okkur hentar best. Niðurstaðan verður örlagarík fyrir íslensku þjóðina á hvorn veginn sem fer.
22.4.2009 | 17:37
Er Jóhanna Sigurðardóttir mállaus?
Eitt af því sem rætt er um í bloggheimum er að Jóhanna Sigurðardóttir tali ekki ensku. Þess vegna vilji hún ekki tala við erlenda fréttamenn eða framámenn.
Skv. upplýsingum á vef Alþingis starfaði Jóhanna sem flugfreyja hjá Loftleiðum á árabilinu 1962-1971.
Gæti Jóhanna hafa komist upp með að tala aðeins íslensku á þeim níu árum sem hún vann sem flugfreyja í millilandaflugi?
11.4.2009 | 08:51
Saklaust og óspillt þjóðfélag?
Hvernig hafa erlendar matsstofnanir komist að því að íslenskt þjóðfélag væri eitt það óspilltasta í víðri verlöld?
Hverjir ætli hafi séð um að koma þeim skilaboðum á framfæri?
Nú fljóta spillingarmálin upp hvert á fætur öðru í okkar drullupolli. Er þetta bara toppurinn á ísjakanum?
Kreppan leikur marga grátt, líka þá spilltu. Ég el þá von í brjósti að hún verði til þess að losa okkur við spillinguna og þá spilltu þannig að það verði þess virði að búa á Íslandi.
Hverjir af æðstu mönnum Sjálfstæðisflokksins vissu af 55 millj. kr. framlögunum?
-Við verðum að fá að vita það.
Hverjir af æðstu mönnum Sjálfstæðisflokksins vissu ekki af 55 millj. kr. framlögunum?
-Við verðum líka að fá að vita það. Af hverju? Er hægt að treysta dómgreind þeirra?
10.4.2009 | 18:16
Ólánið eltir hann
Flest ætlar að verða Sjálfstæðisflokknum til ógæfu. Þetta er ömurlegt mál sem á eftir að snerta marga af forystumönnum flokksins illa. Það er ekkert annað fyrir þá að gera en að koma úr fylgsnum sínum og viðurkenna að þeir vissu, en þögðu.
Ef þessi atbruður hefði átt sér stað í einhverju af nágrannalöndunum okkar, væru nokkrir hausar þegar foknir.
Er hægt að treysta fólki sem reynir að þegja málið í hel? Nei.
Geta Sjálfstæðismenn treyst þessu fólki? Ég veit það ekki.
Samfylking opnar bókhaldið 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 14:56
Engin/n vissi ekkert
Það logar allt stafnanna á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 14:37
Samfylking á góðu róli
Ég heyri marga segjast ætla að skila auðu, þessir flokkar séu allir ömurlegir, engum treystandi o.s.frv.
Það er slæmur kostur að skila auðu, það er ekki afstaða.
Við þá, sem hugleiða að skila auðu vil ég segja: Kjóstu þann flokk sem þú telur skástan!
Skoðaðu hvað Samfylkingin hefur fram að færa.
Samfylking eykur forskot sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 00:09
Ókeypis 20% niðurfelling skulda - of gott til að vera satt?
Ég var yfir mig hrifinn og uppnumin: Tryggvi Þór Herbertsson með þessa fínu útfærslu fyrir Íslendinga. 20% niðurfelling á öllum skuldum og kostaði ekkert. Ég hef alltaf pirrað mig yfir því hvað allir hlutir þurfa að kosta, en þarna var búið að sýna fram á nýtt náttúrulögmál sem svínvirkaði. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að ganga í Sjálfstæðisflokkinn hans Tryggva eða Framsóknarflokkinn hans Sigmundar Davíðs. Yrði helst að segja mig úr Samfylkingunni fyrst.
En, ég var ekki lengi í Paradís.
Þar sem ég ligg læt mig dreyma um að ef ég skuldaði einn milljarð fengi ég 200 milljónir ókeypis og gæti boðið stórfjölskyldunni í hnattferð eða eitthvað, þá fæ ég þetta tilskrif frá hópi fólks í Samfylkingunni.
Ég vil hvetja ykkur öll sem kíkið á bloggið að lesa þessa grein, þótt hún sé í lengra lagi. Hún skýrir málið það vel, að ég skil alveg samhengi hlutanna eftir lesturinn:
Flöt niðurfelling á fimmtungi skulda þeirra sem getastaðið í skilum er ómarkviss og afar dýr aðgerð. Líklegt að kostnaður upp á um600 milljarða falli á ríkissjóð og þar með almenning í formi aukinnaskattbyrða. Hugmyndin gengur út á að leika Hróa Hött, bara með öfugumformerkjum því þeir sem skulda mest, yfirleitt stór fyrirtæki og tekjuhæstueinstaklingar, fá langmesta niðurfellingu. Verið væri að flytja fjármuni fráalmenningi til eigenda fyrirtækja óháð stöðu fyrirtækjanna. En af því staðabæði heimila og fyrirtækja er mjög ólík væri drjúgum hluta kostnaðarins variðtil að fella niður skuldir hjá þeim sem ekki þurfa á slíku að halda.Niðurfærslan dugar hinsvegar ekki þeim sem verst eru staddir svo þar þarfsértækar aðgerðir til viðbótar. Sá stóraukni kostnaður sem af þessu hlýstlendir á svo beint á ríkissjóði.
Hér gildir svo sannarlega hið fornkveðna: Ef eitthvaðhljómar of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt. En nú fara tímarkosningaloforðanna og töfralausnanna í hönd.
Af hverju er flöt niðurfærsla ekki ókeypis heldur kostarlíklega um 600 milljarða?
Töframennirnir segja að af því skuldirnar voru fluttarfrá gömlu bönkunum yfir í þá nýju með svo mikill varúðarniðurfærslu þá sé hægtað færa þær niður yfir línuna og auknar heimtur og greiðsluvilji hjá þeim semella hefðu farið í þrot og verið að fullu afskrifaðir, vegi upp á móti.
Til að þetta gangi upp þyrftu afskriftalíkurnar á öllulánasafninu, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum og eftir ólíkum tegundumlána, að vera mjög líkar. Staðreyndin er sú að staðan er mjög ólík eins ogfyrstu niðurstöður rannsóknar Seðlabankans á gögnum um heimilin staðfestir.Sama á við um fyrirtækin. Þess vegna mun verulegur hluti kostnaðarins viðniðurfærsluna renna til þeirra sem ekki þurfa á hjálp að halda á meðan húndugar ekki til að bjarga þeim sem verst eru settir. Stór hluti þeirra afskriftasem búið er að gera ráð fyrir við varúðarniðurfærslu á flutningi mun því komafram eftir sem áður eða að grípa verður til annarra aðgerða samhliða. Áætlað aðer að kostnaðurinn geti verið um 600 milljarðar um um 8 milljónir á hverjafjögurra manna fjölskyldu í landinu. En af þessu eru aðeins um 150 milljarðarvegna heimilanna, 450 milljarðar vegna fyrirtækja. Uppfært mat gæti legið fyririnnan skamms. Kostnaðurinn veikir stöðu bankanna sem þessu nemur og þar sem þaðer ríkisins að endurfjármagna þá lendir kosntaðurinn að endanum áskattgreiðendum.
Af hverju er flöt niðurfærsla ekki einföld aðgerð?
Töframennirnar segja að helsti kostur aðgerðarinnar séeinfaldleiki hennar og skjót framkvæmd. Ef staða allra skuldara væri lík ogallar skuldir heimila og fyrirtækja hefðu verið fluttar með varúðarniðurfærslufrá gömlu bönkunum sem fóru í þrot og yfir í nýju ríkisbankana mætti færa rökfyrir einfaldleikanum.
En staða heimila og fyrirtækja er svo ólík að eftir semáður yrði að fara yfir hvert tilfelli og grípa til viðbótaraðgerða og sákostnaður leggst ofan á niðurfærslukostnaðinn. Svo er öllu ósvarað um hvað geraá við skuldir í eigu annarra en nýju ríkisbankanna. Hver borgar fyrir flataniðurfærslu hjá Sparisjóðunum, Íbúðalánasjóði og öðrum fjármálastofnunum, svosem í gömlu bönkunum?
Afhverju samrýmist flöt niðurfærsla ekki samkomulaginuvið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn?
Forsendan fyrir því að viðskipti Íslands við umheiminn ogaðgangur að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum verði með eðlilegum hætti er að sáttsé um uppgjör gömlu bankanna við erlenda og innlenda kröfuhafa. Meðneyðarlögunum voru innlán gerð að forgangskröfum og sú ráðstöfun hlautstaðfestingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samkomulagi hans við íslenskstjórnvöld. Það er ótvíræður hagur þjóðarinnar að eignum í þrotabúi bankannaverði deilt til þeirra sem eiga löglegar kröfur á þá. Vegna þessu vinna tvöóháð alþjóðleg endurskoðunarfyrirtæki á mati á þeim lánasöfnum sem flutt erufrá gömlu bönkunum til nýju bankanna. Stærstu fyrirtækjalán eru metin hvertfyrir sig og ítarlegt úrtak tekið úr öðrum lánapökkun, þeirra á meðal skuldumheimilanna. Verðamat mun því byggja á mati á því hvað hver og einn lántaki geturgreitt og gert er ráð fyrir að fjöldi lántaka standi við sínar skuldbindingarað fullu.
Allar tilraunir til að velta frekari kostnaði, t.d. vegnaflats niðurskurðar án tillits til stöðu, yfir á kröfuhafa, hvort sem erinnlenda eða erlenda eru í raun bara frestun á kostnaði frekar en niðurfelling.Kröfuhafar munu sækja rétt sinn fyrir dómstólum með alvarlegum afleiðingumfyrir alþjóðaviðskipti okkar og þar með atvinnulíf og nýsköpun. Í samkomulaginuvið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er beinlínis gert ráð fyrir því ríkið og þar meðskattgreiðendur, taki ekki á sig frekari byrðar en sem nemur skilgreindumskuldbindingum og endurfjármögnun banka og seðlabanka. Hundruð milljarða baggivegna niðurfærslu skulda yrði hrein viðbót.
Afhverju gæti flöt niðurfærsla alveg eins dregið úrheimtum eins og aukið þær?
Töframennirnir gefa sér þá forsenda, án þess að til séfordæmi til að vísa í, að almenn niðurfærsla auki almennt greiðsluvilja bæðieinstaklinga og fyrirtækja og bæti þannig heimtur af lánasöfnum.
Talsmennirnir líta því framhjá þeim freistnivanda (e.moral hazard) sem felst í því að ráðstafa miklum fjármunum samfélagsins tilþeirra sem ekki þurfa á því að halda eða sem verðlaun til þeirra sem mestaáhættu hafa tekið. Afleiðingin gæti orðið minni greiðsluvilji og þrýstingur áfrekari niðurfærslur á öðrum lánum til að gæta jafnræðis.
Í þessu sambandi ber líka að gjalda varhug við þvíþegar svona hugmyndum er hampað af aðilum sem tengjast nánum viðskipta- eðafjölskylduböndum stórum og skuldsettum fyrirtækjum í landinu. Slík fyrirtæki ogþar með eigendahópur þeirra, yrði stærsti þiggjandi niðurfærslugjafa afalmannafé óháð stöðu þeirra að öðru leyti.
Smá viðbætur.
Í fyrsta lagi þarf að taka fram að inni í áætluninni um600 milljarða í kostnað eru skuldir í eigu Íbúðalánasjóðs, Sparisjóða ogannarra fjármálafyrirtækja þótt óleyst og ósvarað sé hvernig ríkið á að standaað slíkri niðurfærslu eða fébótum fyrir hana.
Í öðru lagi lýsir þessi hugmynd mikill uppgjöf gagnvartvandanum. Við erum að vinna okkur út úr gjaldeyriskreppunni í samræmi viðfyrirliggjandi efnahagsáætlun sem unnin var í samvinnu viðAlþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það gengur eftir áætlun og sömuleiðis endurreisnfjármálakerfisins sem er forsenda þess að bankarnir geti þjónustað atvinnulífiðmeð eðlilegum hætti á nýjan leik. Teikn eru á lofti um að fjárútlát og þar meðskuldir ríkisins geti orðið minni en áður var reiknað með og úttektSeðlabankans á stöðu heimilanna sýnir að stór hluti þeirra mun standa áfalliðaf sér.
Í stað þess að telja kjark í þjóðina og vísa á varanlegaleið út úr vandanum birtast menn nú og segja að staða bæði heimila ogfyrirtækja sé svo vonlaus að ekkert blasi við annað en fordæmislausarneyðaraðgerðir sama þótt þær geti kostað skattgreiðendur hundruð milljarða íauknar byrðar og gert að engu samkomulag við lánadrottna Íslands ogAlþjóðagjaldeyrissjóðinn um leið út úr vandanum.
Við núverandi aðstæður er það fullkomlega óábyrgt afstjórnmálamönnum að tala kjarkinn úr bæði almenningi og fyrirtækjum, málastöðuna eins dökkum litum og hægt er og freista þess þannig að hræða fólk tilað stökkva á skyndilausnir eða töfralausnir sem standast enga skoðun.
Þetta er ekki framsýni eða djörfung heldur uppgjöf ogkjarkleysi og dulbúin krafa stórra skuldsettra fyrirtækja og eigenda þeirra umveglegar gjafir frá skattgreiðendum með hótun um að ella fari allt á hliðina.
17.3.2009 | 07:25
Á hvaða plánetu er HB Grandi?
Fyrirtækið með mesta kvótann, gráðugir auðmenn stærstu hluthafar.
Þetta er ekki bara taumlaus græðgi, heldur siðblinda og ótrúleg fyrirlitning á því fólki sem vinnur fyrir hluthafana.
Starfsfólk hissa og undrandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |