Eyjafjallajökull á frönsku

Flestir Frakkar sem ég hitti á Hellu s.l. sumar vildu læra að bera orðið Eyjafjallajökull rétt fram. Það tókst yfirleitt vel, en erfiðast áttu þeir með ll.
mbl.is Eyjafjallajökull í rússnesku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best er að segja þeim að reyna að bera "ll" fram sem "ddl" ;)

ari (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 16:14

2 Smámynd: Vendetta

Eyjafjallajökull á rússnesku er Эйяфьядлайёкюдль eða Эйяфьятлайокудль, sem nær framburðinum nokkuð vel. Fyrri rithátturinn hljómar eins og Eyjafjadlajjokjúdl og sá síðari eins og Eyjafjatlajokúdl. Sá síðari er því réttari.

Vendetta, 19.12.2010 kl. 21:04

3 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Úff. Ég ætla ekki að reyna að læra rússnesku!

Jón Ragnar Björnsson, 19.12.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Vendetta

Í sjónvarpsþætti Jons Stewarts, The Daily Show, stakk hann upp á því að kalla eldgíginn undir Eyjafjallajökli Kevin, því að það væri svo mikið auðveldara að bera það fram. Þá yrðu allir sáttir (nema Kínverjar, þar eð v-hljóð er ekki til í kínversku).

Annars skil ég ekki hvers vegna blaðamenn eru sífellt verið að hjakka í þessu fari. Þetta eldgos er búið og kemur (vonandi) ekki aftur næstu 300 árin. Að vera að eltast ennþá við svona lítilvæg áhrif eldgossins svona löngu seinna er furðulegt. Það er álíka og að skrifa endalaust um hvaða áhrif heimskreppan hafi haft á fatatízkuna á Wall Street. Eða hvernig dauðsföllin í fyrra stríði hafi breytt hönnun kartöflugarða í Mið-Evrópu. 

Vendetta, 20.12.2010 kl. 11:20

5 Smámynd: Vendetta

En varðandi þessa Frakka á Hellu, hvernig gekk þeim þá að bera fram þorpsnafnið Hella, sem inniheldur bæði ll og svo h, sem er ekki borið fram á frönsku. Gáfust þeir upp á því líka og fóru eitthvað annað?

Annað í sambandi við Frakka, sem kemur þessu ekkert við: Þegar ég var unglingur var ég eitt sinn í bílferð í Rangárvallasýslu og gáfum við frönskum ferðamanni far. Það kom á daginn, að hann talaði ekki stakt orð í ensku, en talaði reiprennandi þýzku. Þá varð mér ljóst, að Frakkar hötuðu Breta og ensku svo mikið, að þeir vildu frekar leggja það á sig að læra þýzku sem er mikið ólíkara frönsku en enskan og hefur nær enga útbreiðslu. Síðustu áratugina held ég samt að þetta hrokafulla viðhorf Frakka hafi breytzt eitthvað. Þeir hafa smám saman uppgötvað, að franska heimsveldið er liðið undir lok og að enskan er og verður aðal-alþjóðatungumálið.

Vendetta, 20.12.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband