Ísland í dag

Ég var að greiða af húsnæðisláninu mínu í gær- á gjalddaga. Er með 3 skuldabréf hjá Arion banka. Ég greiddi í Netbankanum og mér til undrunar bættust kr. 410 við hverja greiðslu. Alls 1.230 kr. sem að á einu ári gerir 14.760 kr.!

Ég hafði samband við bankann og spurði hverju þetta sætti. Svarið var: Ef þú greiðir af lánunum í Netbankanum innheimtir bankinn 410 kr. af hverju skuldabréfi. Ef þú færð sendan greiðsluseðil innheimtir bankinn 510 kr. af hverju skuldabréfi en ef þú lætur bankann um að taka greiðslurnar út af reikningi þínum kostar það 200 kr. á skuldabréf.

 

Er þetta Nýja Ísland?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband