Steinhissa

Ég verð að viðurkenna að ég skil lítið sem ekkert í þessu Icesave máli.

Trúi ekki lýsingum og skýringum stjórnvalda. 

Hvað með ykkur. Trúið þið því sem okkur er sagt í þessu efni? 

Beittu Bretar hryðjuverkalögunum vegna þess að fleira hangir á spýtunni en við höfum fengið að heyra um? 

Var það út af kjafthætti í lykilmönnum okkar að allt var sett á ís?

Máttum við vita að við fengjum allt alþjóðasamfélagið á móti okkur í þessu máli?

Eigum við einhverja sök í þessu máli, eða er bara verið að níðast á okkur blásaklausum?

Getur einhver upplýst mig -og örugglega miklu fleiri, sem vita ekki lengur í sinn haus? 

 


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að vandamálið sé það, að þeir sem eiga að vita þetta eru ekki sammála um hvað er rétt eða rangt í stöðunni. Það er búið að gera þessar alþjóðareglur svo flóknar að ekki er með góðu móti hægt að skilja þær.

Hitt held ég að sé rétt að málið hafi fyrst og fremst snúist um það, að aðrar þjóðir hræddust það mjög, að ef við hefðum rétt til að neita ábyrgð á þessum bönkum þar sem þeir voru í einkaeigu, þá mátti gera að því skóna að fólk mundi ekki treysta bönkum í einkaeigu eftir það, og það mundi auðvitað gjörsamlega rústa fjármálamarkaði heimsins. Og þar með hefðu menn ekki getað haldið áfram að spila fjárhættuspil með ævisparnað íbúanna, eða öðru því sem fólk getur nurlað saman og vill ávaxta. En það er akkúrat það sem veldur kreppum, og meðan slíkt kauphallarbrask er leyft verður að koma kreppa reglulega til að rétta af óraunveruleg verð sem  myndast í slíku braski.

(IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það eru fleiri sem ekki treysta íslenskum stjórnvöldum.

Hér úti í Stokkhólmi þurfti ég að fá opinbera pappíra frá Íslandi. Þegar þessir pappírar voru komnir (of seint frá Íslandi) var gantast með þessi skjöl og spurt hvort þetta væru í alvörunni gildir pappírar, að þetta væri jú frá Íslandi...    Hvort alvara eða gaman lá þar að baki skal ég ekki segja, en Ísland er komið á stjórnmálalegt- og efnahagslegt steinaldarstig. 

Þökk sé stjórnmálaflokkunum sem sitja nú og Framsóknarflokknum sem sat í 12 ár að undirbúningi þessarar sjúklegu óráðsíu.

Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Maður er farinn að efast stórlega um heilindi þeirra sem að þessu koma, hafi þau einhverntíma verið til staðar.

Stundum finnst manni að stærri þjóðir séu að níðast á okkur, en samt skil ég ekki hvers vegna það ætti að vera. Ísland er ekki sá risi sem þyrfti að óttast, nema að við ráðum yfir auðlindum sem aðrir vilja gjarnan hafa aðgang að, bæði fiskur og orka, hugsanlega eitthvað fleira.

En þegar kemur að deilum skulum við rifja upp gamalt máltæki sem segir; sjaldan á einn sök þá tveir deila.

Það er óvíst hvort við einhverntimann fáum úr því skorið hvað varð til þess að breta beittu hryðjuverkalögum gegn bönkunum, en verður maður ekki að lifa í voninni ? Kannski er svolítið til í því sem Sigurlaug segir hér að ofan. Íslensku bankarnir hafi einfaldlega verið nógu smátt fórnarlamb til að fórna á altari Mammons, til að leiða athyglina frá öðru.

Steinmar Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: María Richter

Pappírar frá Íslandi eru nú snöggir að berast Baldur Gauti.  Ég bjó í Bretlandi fyrir mörgum árum og þurfti á síðasta ári að fá sakavottorð þaðan.  Þar sem ég var áður búin að fá sakavottorð hér á Íslandi á 10 mínútum hélt ég að hið sama væri uppá teningnum í Bretlandi.  Nei sakavottorð þaðan tekur allt að 40 daga.  Ísland og Íslendingar eru ágætir og mér finnst við eiga að vera mjög hreykin af okkur.  Við erum jú langflest harðduglegt og heiðarlegt fólk.

María Richter, 17.11.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Reglugerðarbákn Evrópusambandsins stóð skyndilegar frammi fyrir sjálfu sér. Berskjaldað! Við urðuum nauðbeygð að gangast við og taka ábyrgð á því mikla ósamræmi sem í því býr.

Söng ekki U2 " With or without you"?

Vilborg Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband