Ég er ekki að skilja þetta!

Ég viðurkenni að ég botna ekkert í því sem þarna er skrifað. Er þýðingin eitthvað beygluð eða er þessi frægi hagfræðingur bara að bulla?
mbl.is Krugman: Krónan sýnir gildi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Einfalt svar: Höldum krónunni.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.2.2011 kl. 15:39

2 Smámynd: GunniS

ég man ekki betur en landsbankinn hafi sagt í frétt að síðan við fengum okkar dýrðlega sjálfstæði og ASÍ varð til, að þá var krónan miðuð við gengi dönsku krónunar, og fréttin sagði að krónan væri 99% verð minni í dag en hún var 1945. 

 svo sé ég ekki að við séum að komast út úr einu né neinu, ég er búin að vera án vinnu síðan nóv 2008. og geri ekkert nema fá niðurbrjótandi afsvör við umsóknum.  

GunniS, 26.2.2011 kl. 15:47

3 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Gunni S. Ömurlegt að heyra þetta með atvinnuleysið. Það er aðeins eitt til í því: Aldrei gefast upp, þú þarft bara eitt já við vinnu!

Fyrir nokkrum árum sótti ég um 40 störf. Á endanum fékk ég eitt, ákaflega áhugavert og gefandi starf.

Við höfum ekkert að gera með krónuna ef við ætlum að búa hér við lágmarks stöðugleika og öryggi. Ég held að evran verði skársti kosturinn þótt hún eigi bágt núna. -Hún er einn af höfuð gjaldmiðlum heims og á bara eftir að eflast.

Jón Ragnar Björnsson, 26.2.2011 kl. 15:58

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ekkert atvinnuleysi í Evrulöndum?

Víðir Benediktsson, 26.2.2011 kl. 16:47

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Vandamálið við sameiginlega gjaldmiðla eins og evruna er að það sitja allir í sömu súpunni.  Írar geta lítið sem ekkert gert í sínum efnahagsmálum vegna þess að þeir eru fastir í evrunni.  Þeir geta t.d. ekki fellt gengið til að koma hlutum af stað - gengið er fast.  Þeir eru því fastir í gjaldmiðli sem gefur þeim ekki nægilegt svigrúm til þess að vinna sig út úr kreppunni.  Evran hefur kosti en hún hefur líka galla.  Ég er hræddur um að ef Ísland hefði notað gjaldmiðil s.s. evru eða us dollar þá hefði landið farið á hausinn, vegna þess að það gengið hefði verið fast.  Það sem fleytti Íslandi í gengum kreppuna var möguleikinn á að hafa stjórn á gengisskráningunni.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 26.2.2011 kl. 17:29

6 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Blessaður Arnór!

Viðurkenni að ég hef ekki mikið vit á gjaldmiðlamálum, en held að örmynt eins og krónan sé okkur stóhættuleg. Það þarf ekki nema einn sæmilega fjáðan "gamblara" til að hreyfa við genginu sem nemur tugum prósetna - Þú veist hvaða áhrif það hefur á heila þjóð.

Evran er ekki gallalaus, alveg sammála, en ég held að eitt af mörgu sem hún(eða önnur alheims mynt)myndi skapa væri aðhald og festa í efnahag okkar og það er það sem okkur skortir sárast af öllu.

Jón Ragnar Björnsson, 26.2.2011 kl. 18:11

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ekki það að það sé neitt rangt við þetta með geta fellt gengið tímabundið til að koma litlu hagkerfi eins og það Íslenska er út úr tímabundinni kreppu, eins og Íslendingar hafa gert í áratugi með þeim afleiðingum sem "GunniS" bendir okkur á, en það er með þetta að fella gengið eins og vatnið sem notað er til að slökkva eld, eldurinn slokknar en vatnið eyðileggur líka heilmikið í leiðinni, svo ef hugsað er "víðara" þá væri kannski nær að þjóðir tækju sig saman og einbeittu sér meir að "eldvörnum" þannig að hrun og felling gjaldmiðla tilheyri sögunni, þá myndi skifta litlu máli hvað gjaldmiðillinn heitir.

Þegar tvö núll voru tekin af ísl. krónunni áramótin 1979/80 (hundraðkallinn varð að einni krónu) jafngilti ísl.krónan c.a einni danskri, og þar með á róli með þeirri sænsku og norsku, sem hafa fylgst svona nokkurveginn að í gegn um tíðina, núna (31 ári síðar) þarf 21,50 !! svo spurningin er hvort kosturinn við að geta fellt gengið étist ekki upp í ókostunum. ??

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 26.2.2011 kl. 18:22

8 identicon

það eina sem þarf hér á íslandi til að halda krónunni, það er vel gerlegt, er að halda góðu aðhaldi. þ.e. halda áfram að gera það sem við erum að gera núna og flytja meira út heldur en inn, safna þannig peningum í stað þess að taka ný og ný lán til að fjármagna landið eins og áður var gert fyrir hrun. þú veist það vel og ég að þannig rekstur gengur ekki, þetta á við með heimilis- og landsbókhaldið.

þórarinn (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 18:28

9 Smámynd: GunniS

Víðir. jú það er örugglega atvinnuleysi í evrópu ef þú vilt fara út í þau rök. en ég giska að þeir taki þá á þeim afleyðingum þegar fólk er búið að vera án vinnu í einhver ár eins og ég hef verið. eða síðan nóv 2008. 

og fólk fer að rúlla yfir á örorku venjulega í framhaldi af svona langtíma atvinnuleysi, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, svo fólk getur spurt sig hvort það sé ekki þess virði að hafa næga atvinnu í staðinn. 

GunniS, 26.2.2011 kl. 19:01

10 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Óstöðuleiki krónunnar er orsakavaldur en ekki lausn. Flestir sem eru að reyna að skrifa eitthvað á blað eða að teikna gera þau grunskilyrði að blaðið fari hvorki upp né niður á meðan penni eða blýantur er notaður.
Að hugsa sér að nota gengi sem stjórntæki til þess að blekkja almenning um hvort þeir hafi það að meðaltali gott eða slæmt er stórhættulegt og dæmt til þess að mistakast.
Í eðli sínu eiga peningar að vera ávísun á verðmæti - ekki kúgunartæki til þess að fela atvinnuleysi eða spillingu.
Að fá evrunnar í stað krónu er fyrir íslensku elítuna að fara í áfengismeðferð - hún þarf loksins að taka á vandanum í stað þess að fela hann.

Sumarliði Einar Daðason, 26.2.2011 kl. 19:55

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég myndi vilja heyra Krugman halda því fram að allar þær skuldir sem landið safnaði á góðæristímanum sanni gildi krónunnar.  Þegar hann gerir það þá getur hann haldið því fram að krónan hafi sannað gildi sitt nú í kreppunni.

Lúðvík Júlíusson, 26.2.2011 kl. 21:21

12 identicon

skuldir þjóðarbúsins hafa ekkert með krónuna að gera. sumarliði hitti naglann á höfuðið. "Óstöðuleiki krónunnar er orsakavaldur en ekki lausn". við erum útflutningsland, við eigum að nýta okkur það og það eins vel og við getum til að koma okkur uppúr kreppunni og um leið og atvinnuleysið minnkar um leið sem bein afleiðing. en stjórnvöld geta hjálpað til við að gera þetta hraðar t.d. með því að lækka skatta á fyrirtæki og/eða almenning, aðalmálið er að hjálpa fyirtækjum því ef þau fá meiri pening milli handanna þá geta þau ráðið fólk og/eða borgað hærri laun sem þýðir að fólk almennt byrjar að hafa það betra. þetta eru engin stjarnvísindi, málið er bara að það er heiladautt fólk eins og steingrímur j. sem notar gamlar kommúnista aðferðir til að stýra efnahagnum með skattahækkunum á allt sem honum dettur í hug sem er að drepa allt þannig að fyrirtæki þurfa að segja upp fólki í stað þess að ráða. krónan er fín þegar allt kemur til alls. það sem er að er fólkið sem hefur stjórnað þessu landi frá stofnun þess, 1944. við erum ung þjóð og sem slík ættum við að læra af þjóðum eins og t.d. kína og bandaríkjunum sem eru að gera hárrétta hluti við sinn efnahag þessa stundina en það er að flytja út eins mikið og hægt er og á sama tíma halda gengi sínu þannig að þeir græði sem mest þ.e. lækka það tímabundið.

þórarinn (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 23:48

13 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er mjög sammála Þórarinn. Ég vil bæta einu klassísku við: "Þú drepur ekki beljuna til þess að mjólka hana"

Sumarliði Einar Daðason, 27.2.2011 kl. 02:19

14 Smámynd: Magnús Ágústsson

Lausi er ad gerast partur af Swiss og taka upp Svissneska frankann

ad ganga til lids vid Swiss er godur kostur

sertaklega vegna thess ad tha losnum vid algjorlega vid allt heila handonyta og spillta embaettismanna kerfid

godar stundir

Magnús Ágústsson, 27.2.2011 kl. 07:09

15 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þórarinn, skuldir þjóðarinnar hafa mikið með krónuna að gera.  Um það er ekki hægt að deila.

Til þess að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum þá þarf nægur gjaldeyrir að vera til staðar!

Nú þegar ekki er lengur hægt að fá lán til að safna skuldum eða greiða núverandi skuldir þá er eina leiðin sú að krónan lækki til að skila jákvæðum vöru- og þjónustujöfnuði.

Þetta er almennt kenningin um fljótandi gjaldmiðla, bæði í teorí og sönnuð í praxís.

Lúðvík Júlíusson, 27.2.2011 kl. 07:51

16 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Takk fyrir góðar athugasemdir.

Ég er það fullorðinn að muna vel eftir ýmsum krónuæfingum ríkisstjórna.

Gengið var lengi vel skráð þannig að sjávarútvegurinn var rekinn rétt við núllið. Það þýddi að t.d. var vonlaust að flytja landbúnaðarvörur og flestar iðnaðarvörur út.

Þegar verðbólgan var upp á sitt besta var gengið látið "falla", "síga" eða "aðlagast", alltaf var fundir eitthvað skemmtilegt hugtak yfir það sem gert var.

Einhvern tímann gerðist ég útrásarvíkingur og flutti út lopapeysur til Þýskalands. Samdi hróðugur við kaupendur í ársbyrjun þannig að ég hafði um 20% framlegð. Fjórum mánuðum síðar hætti ég að vera útrásarvíkingur, því þá var framlegðin komin niður í 0 vegna undangengins "gengishraps".

Ekkert segir mér að svipaðar aðstæður geti ekki komið upp aftur! Þetta er m.a. ein af ástæðunum fyrir að ég tel okkur betur komin með stóran gjaldmiðil.

Jón Ragnar Björnsson, 27.2.2011 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband